9.2.06

Kastljós

Í gær var umfjöllun um malarnámu í Ingólfsfjalli í Kastljósi. Þetta er framkvæmd sem Fossvélar vinna og Línuhönnun sá um Umhverfismatsskýrsluna fyrir þeirra hönd. Í þessum þætti birtast myndir sem ég gerði fyrir þessa skýrslu (myndirnar sem Hallgrímskirkja er sett inná).

Hægt er að sjá stutta frétt hér: Malarnám í Ingólfsfjalli (Fréttir)
en aðal umfjöllunin í Kastljósi er hér: Malarnám í Ingólfsfjalli (Kastljós)

Þá finnst mér þetta alveg æðislegt á Árna Johnsen: Göng til Eyja á 70-100 milljarða.
En Árni heldur því fram að hægt sé að gera þetta fyrir 16 milljarða!!! Hvoru skildi maður nú trúa?

6.2.06

Gríma

Já hún Gríma er komin heim og er ekkert smá vinsæl. Loka niðurstöður talningar á laugardaginn voru að 23 hefðu komið í heimsókn.
Þetta er hún Gríma fyrsta daginn í Hlíðarhjallanum.
Hérna er Gríma hress á laugardaginn.
Annars er mjög erfitt að ná mynd af henni með venjulegum myndavélum því hún er yfirleitt horfin þegar maður ætlar að taka mynd af henni.

Silvía Nótt fór alveg á kostum á laugardaginn og var með lang besta lagið. Hefði samt kosið hana ef hún væri með leiðinlegt lag því það er auka atriðið. Skiptir máli að vekja áhuga á sér og held að hún muni gera það úti.
Áfram Silvía.

Þá var horft á nokkrar miður góðar myndir um helgina. American Pie: Band Camp er alveg hræðinleg, veit samt ekki alveg við hverju ég bjóst af mynd sem fór beint á video. Fær 5 Örlish! af 10.
Duplex var aðeins skárri og fékk 5,5 þá hún sé slæmt. Það virkar seint að myndir fara í taugarnar á manni, þá svo það voru 1-2 góðir brandarar í myndinni.
Transporter 2, tja hvað á maður að segja, atriðið þegar hann tekur tvöfalt flikk flakk á bílnum og slær sprengju undan honum í leiðininn var bara magnað :) 6,5 Ö..
XXX 2 fær 6.



2.2.06

Embla 10 ára

Ekki má ég gleyma litlu stelpunni á heimilinu. Embla varð 10 ára 1. febrúar 2006. Til hamingju með 10 árin litla systir. Þetta er einnig seinasti dagur Emblu sem einka"barn" því á morgun kemur litla "systir" hennar hún Gríma heim í Hlíðarhjallan í fyrsta skipti.
Það verður ekkert smá gaman enda ekkert smá sæt eins og sést á myndinni hérna fyrir neðan.

Guðrún 55 ára

Til hamingju mamma með afmælið. Frúin á heimilinu orðin 55 ára og lítur ekki degi eldri en 40 ára er það nokkuð?























Var að horfa á Liverpool spila í gær og missti mig algjörlega þegar Robbie Fowler skoraði "sigurmarkið" þegar 0 sek voru eftir úr hjólahestaspyrnu. Ég hoppaði eins og óður maður upp í sófa áður en ég fattaði að það var búið að dæma rangstöðu...oooo hvað þetta hefði verið fullkomið en svona er þetta bara.