...skemmtilegasti hlutinn við Þorláksmessu er sá að öll fjölskyldan kemur saman og fær sér pulsu á Bæjarins Bestu! Þetta hefur verið gert alveg síðan ég var patti! Veit ekki alveg hvernig þetta byrjaði en það á örugglega eitthvað að gera með jólastressið í bænum og hvað Skata er ögeðslega vond (allavegana lyktina af henni). Hef ekki smakkað hana og mun ekki gera það!
...þannig að þrjár pulsur á mig í kvöld, takk!
....annars vildi ég bara óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, takk fyrir það gamla.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli