4.2.05

Loksins loksins

Í gær var merkilegur dagur. Þannig er mál með vexti að “officially” í gær eignaðist ég minn fyrsta bíl, þó svo að ég sé búinn að eiga hann bráðum í tvö ár. En ég drattaðist niður á umferðastofu og skráði bílinn á mitt nafn eftir að hafa verið með skráninga eyðublaðið í hanskahólfinu í eitt ár. En svona er það með ríkisstofnanir sem eru opnar frá 9-16.?
Þannig að nú er ég stoltur eigandi Toyota Corolla. Ekki nóg með þetta heldur var farið í dag og fengin trygging á bílinn. Össs hvað ég er duglegur. Kannski maður fari með hann í skoðun bráðlega þar sem það er ennþá 2004 miði á bílnum og er búinn að vera það síðan í júlí.

Annars geri ég ráð fyrir rólegu Idol kvöldi í kvöld, vona að þetta verði skárra en seinast, og aldrei að vita nema að það verði horft á 24 eftir það, ekki er það slæmt.

3.2.05

The Arcade Fire

Er búinn að vera hlusta á snilldar hljómsveit í dag. Hún heitir The Arcade Fire og gaf út sinn fyrsta disk ‘Funeral’ núna í september 2004.
Ég las um þennan disk á snilldar vefnum allmusic.com reddaði mér honum en gleymdi svo að tékka á honum. Það var svo ekki fyrr en ég las dóminn hans Bigga í Fréttablaðinu að ég mundi eftir að ég ætti þennan disk.
Búinn að renna einu sinni yfir hann og er alveg heillaður. Þetta er svona Indie Rock sem ég kemst bara ekki yfir þessa dagana en The Arcade Fire hljómar svona eins og Belle & Sebastian mætir Interpol.
Snilldar diskur og mæli eindregið með að þið tékkið á honum. Verst að hann var gefinn út 2004 annars væri hann líklegur á topp 2005 listann.

Annars eru nokkrar sveitir sem eru að gera það gott og ég á eftir að tékka betur á og eru það: Bloc Party, The Zutons og Kasabian.

Búinn að sjá tvær myndir síðan ég skrifaði seinast. Þær eru The Incredibles sem er algjör snilldar mynd og fær 8,5 Örlish! og svo Raising Helen þar sem maður ‘overdose-ar’ á hamingju þrátt fyrir það að myndin gengur út á það að þrjú börn missa foreldra sína. Raising Helen fær því 5 Örlish!