Í gær var merkilegur dagur. Þannig er mál með vexti að “officially” í gær eignaðist ég minn fyrsta bíl, þó svo að ég sé búinn að eiga hann bráðum í tvö ár. En ég drattaðist niður á umferðastofu og skráði bílinn á mitt nafn eftir að hafa verið með skráninga eyðublaðið í hanskahólfinu í eitt ár. En svona er það með ríkisstofnanir sem eru opnar frá 9-16.?
Þannig að nú er ég stoltur eigandi Toyota Corolla. Ekki nóg með þetta heldur var farið í dag og fengin trygging á bílinn. Össs hvað ég er duglegur. Kannski maður fari með hann í skoðun bráðlega þar sem það er ennþá 2004 miði á bílnum og er búinn að vera það síðan í júlí.
Annars geri ég ráð fyrir rólegu Idol kvöldi í kvöld, vona að þetta verði skárra en seinast, og aldrei að vita nema að það verði horft á 24 eftir það, ekki er það slæmt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli