2.12.10

Nóvember

Þá er kominn desember og tímabært að kíkja hvernig maður stóð sig í nóvember.
 Ég hljóp samtals 265 km í nóvember sem er það hæsta á árinu og minn besti mánuður síðan ég byrjaði að hlaupa af alvöru fyrir ári síðan. Mín fyrsta færsla inná Hlaupadagbókina kom 5. nóvember 2009.

Það tók ca. 22 klst að hlaupa þessa 265 km og var að æfa 22 daga í mánuðinum, voru einhver veikindi á heimilinu í byrjun mánaðarins og svo kom einhver leti sumarbústaðarhelgi eftir það, annars hefur þetta verið mjög gott með 6 æfingadaga vikum.

Þá tók ég þátt í einni keppni og var það Vetrarhlaup Powerade nr. 2 og náði ég mínum besta tíma í 10 km hlaupi á 38:59 mín.

Að nóvember sé með hæsta æfingamagnið er nú nokkuð skrítið þegar maður hugsar úti það að ég fór bæði Laugavegshlaupið og Reykjavíkur maraþonið.

Árið er komið upp í  1.730 km og það tók 138 klst og 6 mín að hlaupa þetta. Get ekki verið annað en ángæður með þetta.