26.2.16

Atlantsolíuhlaup FH #2 - 3. sæti

Ingvar 2. sæti - Þórólfur 1. sæti - Örvar 3. sæti Mynd: Atlantaolíu hlaup FH
Flottar aðstæður í Hafnarfirði í kvöld. Hiti um frostmark, logn og það sem meira er auðir stígar. Það er eitthvað sem maður hefur varla séð í um 3 mánuði. Tók upphitun í negldum skóm en ákvað að skipta eftir að hafa farið að skoða brautina. Smá hálku/slabb kaflar en ekki þess virði að hlaupa á nöglum. Fór því í létta Brooks skó og sá ekki eftir því, tók nokkra spretti rétt áður en hlaupið fór af stað og þvílíkur munum að vera ekki í negldum skóm.
Mynd: Atlantaolíu hlaup FH
Þórólfur fór fyrstur af stað, ég í öðru, svo komu Ingvar, Sindri og Sigurjón. Ingvar fór svo framúr mér eftir tæpan 1 km. Fann mig sæmilega og fór fyrsta km á 3:13 sem er aðeins of hratt næstu tveir á 3:37 en í því er brekka og snúningspunkturinn. Færið fínt en maður þurfti að vera að leyta á stígunum hvar besta gripið var. Sá svo við snúningspunktinn að Sindri og Sigurjón voru talsvert á eftir mér. Var frekar óþægilegt að rúlla niður brekkuna og vera að mæta öllu fólkinu þar, þá þurfti maður að vera að hlaupa á hálku hlutanum af stígunum en maður passaði bara að rekast ekki á neinn.
Rúllaði samt frekar þétt tilbaka en vissi að ég myndi líklega ekki ná Ingvari. Fór síðustu tvo á 3:30 og síðan 3:25. Hefði verið gaman að hafa einhvern nærri sér til að keppa við og þá hefði ég líklega náð að kreista einhverjar sek út úr mér. Keyrði samt vel síðustu 500m og var nokkuð sáttur að koma í mark á 17:31 sem er að ég held minn næst besti 5 km tími og endaði aftur í 3 sæti. Sindri kom svo í 4 sæti og Sigurjón í 5 sæti.
Ég að koma í mark á 17:31 Mynd: Atlantaolíu hlaup FH
 En mjög sáttur hvernig gekk og hvernig formið er núna, búinn að ná að æfa mjög vel síðustu tvo mánuði og það skilar sér. Gaman að geta tekið þátt í þessum hraðari hlaupum.
Aðstæður voru mjög góðar miðað við febrúar. Auðir stígar fyrir utan nokkra leiðilega kafla og eins og áður segir logn.
Strava info:

Engin ummæli: