Allur að koma til í að henda dóti á netið. Núna er það Kári.
Í gær fórum við feðgarnir á sleða eftir leikskólann. Litla manninum fannst það ekkert smá gaman og var farinn að kalla "meira, meira" áður en við vorum stopp. Hérna erum við að labba upp brekkuna. Stutt og gott myndband.
Kári fótbolta snillingur í íþróttaskólanum á laugardaginn. Var búinn að rekja boltann um allt hús og auðvitað klikkaði þetta þegar maður tekur myndband.
Þriðja og síðasta myndbandið er af Kára þegar hann var nýbúinn að fá "nýja" rúmið sitt.