29.3.03

Firmamót

Fór á firmamót með Línuhönnun í dag. Gekk ágætlega, lentum í riðli með Hönnun, Ferli og 3 árs nemum.
3 árs voru bara til uppfyllingar og þeir máttu því ekki fara upp úr riðlinum. Við töpuðum fyrsta leiknum við Hönnun, unnum svo Feril og gerðum jafntefli við 3 árs nema. Við komumst sem sagt upp úr riðlinum. Lentum þar á móti VSG sem við töpuðum. Þannig að við spiluðum við Hönnun um þriðja sæti. Við töpuðum þeim leik í framlengingu 3-2. Þannig að....við lentum í 4 sæti, sem er alveg ágætt.

Engin ummæli: