Sýnir færslur með efnisorðinu Fótbolti. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fótbolti. Sýna allar færslur

28.12.08

Liverpool efstir um áramótin

Svei mér þá, ég sem ætlaði að bíða til áramóta áður en ég myndi fara gera mér einhverjar væntingar til Liverpool liðsins. Nú eru að alveg koma áramót og Liverpool eru öruggir í efsta sætinu. Nú er bara spurningin hvort maður eigi þora að fara gera sér væntingar um titil í vor eða bíða fram að páskum og sjá svo til.

Án þess að ég haldi að Liverpool séu að fara landa Englandsmeistaratitlinum í vor þá er ég mjög ángæður með gengi liðsins í dag. En það vinnst ekki neitt um áramót (eins og Arsenal menn vita) þannig að ég vona bara eftir góðri og skemmtilegri keppni í þeirri ensku fram að vori og vona svo innilega að Liverpool verði með í baráttu sem lengst.

Djöfull er svo leiðinlegt að lenda í öðru sæti í póker...til hamingju Kiddi.

25.11.08

Stifataflan

Smá áminning fyrir þá sem eru að missa sig yfir gengi Liverpool þessa dagana. Í fyrra var tímabilið (í deildinni) búið í lok desembers eftir nokkra slæma leiki. 2 desember það ár var Liverpool með 30 stig eftir 14 leiki. Sjá töflu.

Núna hins vegar eru allir að tala um að þetta ár getur verið árið sem Liverpool vinnur deildina en liðið er aðeins með 3 stigum meira en í fyrra (eða 33 stig) eftir sama fjölda leikja og miklu færri mörk skoruð.
Það má einnig benda á það að Arsenal liðið var með 36 stig eftir 14 leiki í fyrra en endaði samt í 3 sæti í deildinni. En það er í sjálfu sér ekkert leiðinlegt að sjá Arsneal með 13 stigum minna í ár en á sama tíma í fyrra.

Þannig að ég held mig við mína skoðun að bíða allavega fram yfir áramót áður en ég ætla að láta mig dreyma um meistaratitil á Anfield.

11.9.08

Ísland - Skotland

Horfa á leikinn í gær heima í stofu. Svekkjandi að tapa þessum leik þegar Ísland var síst lakari aðalinn í leiknum.

Þrennt sem ég einfaldlega þoli ekki að sjá hjá atvinnumönnum í knattspyrnu sem ég tók eftir í leiknum.

1: Taka horn. Er svona erfitt að koma með boltann ca. fyrir fram markteiginn? Þoli ekki að sjá boltann svífa yfir allt og alla bara til að fara útaf hinum megin á vellinum.
2: Fyrirgjafir. Svipað og með hornspyrnurnar nema að boltinn er kannski á hreyfinu. Þegar lítið var eftir og Ísland einum fleiri kemur Indriði með ömurlega fyrirgjöf sem endaði fyrir aftan mark. Tök sérstaklega eftir því hvað Indriði var lélegur eftir að hann kom inná.
3: Skallaboltar. Þegar það kemur hár bolti á varnarmann og enginn sóknarmaður nálægt þá reynir varnarmaðurinn að skalla eins langt og hann getur og endar yfirleitt á sóknarmanni hins liðsins. Í staðinn fyrir að skalla boltann niður á næsta mann. Þetta gerðist líka þegar Ísland var einum fleiri.

Eins og ég sagði í byrjan. Annars var þetta nokkuð gott bara, fyrir utan að fá á sig tvö mörk. Hefði verið ansi sætt að landa sigri í þessum leik.

Mynd tekin af fotbolti.net

3.9.08

Man Al-City

Enski boltinn byrjaður og það var enginn smá dagur á mánudaginn á seinasta degi leikmannakaupa gluggans. Nýjir eigendur hjá Man City og allt stefnir í það að annar og stærri Roman sé kominn til sögunnar. Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja við svona fréttum. Með þessu áframhaldi sé ég fram á dvínani áhuga á mínum bænum á enska boltanum. Útaf öfund eða öfgum veit ég ekki alveg en maður þarf að fara að drífa sig á Anfield áður en þetta fer út í tómt rugl.

Annars nokkuð sammála umræðunni á liverpool blogginu.

19.8.08

Be Champions

Nýtt tímabil í enska boltanum byrjað og þýðir aðeins eitt, The Special One is Back!



Frábærir þættir sem ég fylgdist mikið með úti í Norge í fyrra. Mesta snilldin er Wenger. Meira um þetta er hér:
http://www.setanta.com/IOSS/

Be Champions...

30.4.08

Fótbolti

Já það verður horft á fótbolta þetta miðvikudagskvöldið, alveg eins og seinustu tvö þriðjudags og miðvikudagskvöld. Í kvöld mætast nefnilega Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er þetta seinni leikurinn í undan úrslitum meistaradeildarinnar, fyrri leikurinn fór 1-1.

Spá kvöldsins:
Chelsea 1 - Liverpool 1, Drogba og Torres með mörkin. Liverpool tekur þetta svo í vító. Þrátt fyrir þessa spá er ég ekkert sérlega bjartsýnn fyrir leik kvöldsins (ekki frekar en vanalega þegar kemur að Liverpool).

Jæja maturinn eldar sig ekki sjálfur.

22.4.08

Spennó

Það verður háspenna lífshætta í kvöld þegar Liverpool mætir Chelsea á Anfield. Það er kominn nettur spenningur í mann fyrir þessa viðureign, þriðju undanúrslitin á móti Chelsea á 4 árum er náttúrulega bara rugl.

Spá kvöldsins er 1-1, Gerrard og Cole með mörkin.

Er samt mjög hræddur um að nú sé kannski kominn tími á að heppnin falli með Cheslea í þessari keppni.

Ég hafði þetta að segja um leikinn í fyrra.

Annars er maður bara á fullu í verkefninu, búin að vera heima undanfarið að læra, ágætis tilbreyting.

9.4.08

Fótbolti er skemmtileg íþrótt

Langt síðan ég var svona spenntur yfir fótbolta leik, úff hvað er stundum gaman að styðja Liverpool.

Auðvitað getur fótbolti verið ósanngjörn íþrótt en stundum dettur þetta bara með öðru liðinu. Ef þetta var víti í gær þá átti Arsenal að fá víti í fyrr leik liðina. En þó svo að þeir hefðu fengið víti þá þýðir það ekki að þeir hefðu farið áfram.

Magnað hjá Liverpool að koma tvisvar til baka eftir að hafa lent undir. Ég hafði engar áhyggjur eftir fyrsta markið, var nokkuð viss um að Liverpool myndu skora í þessum leik, sem og þeir auðvitað gerðu. Torres er alveg yndislegur og Babel með frábæra innkomu.

Hérna eru mörkin úr leiknum:


Á lið sem er með Senderos í liðinu skilið að komast í undanúrslit?

Annars er það Chelsea í undanúrslitum í þriðja skiptið á fjórum árum.

8.4.08

Sandkassinn

Það gerðist frekar lítið markvert um helgina. Anna var að vinna og ég og Kári því að dunda okkur saman. Fórum í hjólatúr og svo var aðalstemningin úti á róló í sandkassanum. Loksins er maður farinn að geta leikið sér í sandkassanum aftur eftir veturinn. Verst hvað það er leiðinlegt þegar Kári skemmir fyrir manni, getur verið mjög erfitt að byggja flottan sandkastala þegar maður er með einn 20 mánaða sem hjálparhellu. Nú er Jói fluttur úr Moholtinu þannig að þá þarf ég að finna mér einhvern annan til að byggja sandkassa með, ekki nema að maður fari einn út til að geta verið í friði. Segi svona.

Annars fáum við heimsókn í kvöld. Tengdó að koma í heimsókn og mikil tilhlökkun í hópnum fyrir því. Ekki skemmir að fá flotta matarsendingu með frá Íslandinu.

Spá fyrir kvöldið: Liverpool 1 - Arsenal 0, mikið spenna komin í mann fyrir þennan leik.

Þá er það ekki lengra í bili.

14.3.08

Meistaradeildin, 8 liða úrslit

Verð nú að segja að fótbolta áhuginn er að koma til baka smásaman, það var verið að draga í 8 liða úrslit í meistaradeildinni og þetta var niðurstaðan.

8 - liða úrslit

Arsenal vs. Liverpool = Liverpool
R
oma vs. United = United
Schalke vs. Barca = Barca
Fenerbache vs. Chelsea = Chelsea

Undanúrslit
Arsenal/Liverpool vs. Fenerbache/Chelsea = Liverpool
Roma/United vs. Schalke/Barca = United

Úrslit
Liverpool - United = Liverpool

Þetta er kannski meiri óskhyggja heldur en spá. En ég er bara nokkuð ánægður með þetta, Arenal leikurinn gæti orðið góð viðureign en guð minn almáttugur hvað ég nenni ekki að horfa á Liverpool spila eina mínútu við Chelsea.

Þannig að í byrjun apríl spilar Liverpool þrisvar við Arsenal og ekki er prógramið hjá því liði neitt sérlega létt framundan.

Úrvalsdeild: Chelsea-Arsenal 23. mars
Úrvalsdeild: Bolton-Arsenal 29. mars
Meistaradeild: Arsenal-Liverpool 2. apríl
Úrvalsdeild: Arsenal-Liverpool 5. apríl
Meistarardeild: Liverpool-Arsenal 9. apríl
Úrvalsdeild: Man Utd-Arsenal 13. apríl

Kannski ekkert mikið auðveldari hjá Liverpool.
Úrvalsdeild: Man Utd vs. Liverpool, 23. mars
Úrvalsdeild: Liverpool vs. Everton, 30 mars
Meistaradeild: Arsenal-Liverpool 2. apríl
Úrvalsdeild: Arsenal-Liverpool 5. apríl
Meistarardeild: Liverpool-Arsenal 9. apríl

Nú er bara að vona að Liverpool haldi þetta út, nái 4 sætinu og vinni meistaradeildina, maður biður ekki um mikið.

Hvað segja menn eins og Árni, Ívar, Hinni, Gummi Sverris, Gummi Árna, Kiddi Tví, Stebbi, Kiddi kók, Arnar, Stebbi Geir og Finnur um þetta?

12.3.08

Liverpool í Evrópu

Það er eitt sem maður verður að viðurkenna er að Liverpool veldur manni sjaldan vonbrigðum í Evrópu.

Þetta var kannski ekki heimsins besti fótboltaleikur en spennandi var hann (þeas fyrri hálfleikur). Rauða spjaldið sem Burdisso var fullkomlega verðskuldað, held að fáir geta þrætt fyrir það að þetta voru tvö gul spjöld og bæði nokkuð klaufaleg. Með að Babel hafi átt að fá rautt er nú bara vitleysa að mínu mati, fólk fær ekki oft gult spjald fyrir öxl í öxl, en vinir okkar hjá andfótbolta vilja meina það.

En eigum við eitthvað að ræða hvað Torres er góður, maður vill bara ekki hugsa út í það ef hann hefði ekki komið til Liverpool. Ekkert smá flott afgreiðsla og það er enginn framherji í heiminum sem ég vildi heldur hafa í Liverpool.

Fyrir næsta tímabil verður bara að kaupa einhver í staðinn fyrir Kuyt í þessu nýja kerfi og einnig góðan vinstri bakvörð, þá er ég nokkuð sáttur.

En þótt að tímabilið í deildinni sé ónýtt þá getur maður alltaf treyst á Liverpool í Evrópu.

6.3.08

Karlmenni?

Í gærkvöldi horfði ég á kvikmyndina Suburban Girl í staðinn fyrir að sitja á pöbb, drekka bjór og horfa á Liverpool rústa lánlausu liði West Ham 4-0. Gerist þetta eitthvað karlmannlegra? En áhuginn á fótbolta er að kvikna hægt og rólega aftur.

Aftur að Suburban Girl. Held að ég ráðleggi fólki frá þessari mynd. Hún fjallar um unga konu sem nælir sér í eldri mann og hvernig samband þeirra þróast. Ég veit ekki hvað kom fyrir mig þegar ég bauð Önnu að horfa á þessa mynd en ég hélt að þetta væri þessi venjulega klisja (maður verður stundum að vera góður við konuna). Fjallar um voðalega lítið einhvern vegin, ekkert í sjálfu sér illa skrifuð en er bara um ekki neitt. En þess má geta að ótrúlegt en satt fór Sarah Michelle Gellar ekki mikið í taugarnar á mér.
Einkunn: Suburban Girl fær 4.

19.2.08

Stökkva

Er að vinna í myndunum frá Lillehammer og horfa á Liverpool spila við Inter. Vona að það sé óhætt að horfa á Liverpool spila í meistaradeildinni, var nú eiginlega búinn að lofa mér að sleppa því alveg það sem eftir er að þessu tímabili.

En allavega þá fann ég þetta video frá Hafjell. Einn ágætur á bretti í snowparkinu í Hafjell, þarna fór maður nokkrar ferðir en taktarnir voru ekki þeir sömu.

30.1.08

ú á fótbolta

Mikið eru menn hressir hér. Ég er að reyna að vinna í því að láta þetta ekki hafa áhrif á mig, hef lítið sem ekkert horft á fótbolta á þessu ári og held það muni bara minnka með þessu framhaldi.

Hvað segirðu Árni er gott að skifta um lið?

14.1.08

Andfótbolti

Bara til að ljúka þessu af.

Liverpool geta ekki neitt í fótbolta og munu ekki vinna ensku deildina í ár. Man utd eru með lang besta liðið og munu taka þetta í ár. Þó svo að Arsenal séu að spila góðan bolta þá ná þeir ekki að halda þetta út. Chelsea koma svo sterkir inn og munu enda í öðru sæti. Liverpool nær svo með naumindum að ná í fjórða sætið og Benitez verður rekin í vor ásamt því að nýjir eigendur sem hafa kannski vott af áhuga koma inn.

Ég ætla allavega ekki að gera mér vonir um að Liverpool vinni enska meistaratitilinn fyrr en liðið hefur max. 3 stig á efsta liðið um áramót. Hvenær það verður veit ég ekki.

Bið alla stuðningsmenn Man utd og Arsenal fyrirgefningar á því hafa haldið því fram að Liverpool gæti eitthvað í fótbolta.

Ég þakka guði fyrir að ég horfi ekki á leik helgarinnar því þá hefði þessi pistill verið ennþá svartsýnni. Ég þakka einnig guði að ég sé ekki að eyða einhverjum 70 þúsundum á ári í þetta rugl.

Ég spái því svo að Liverpool nái að vinna Luton 1-0 og vinni FA cup, þrátt fyrir að geta ekki neitt í fótbolta, því svona er boltinn.

2.12.07

Andfótboltaliðið Liverpool

Varúð fótbolta póstur, ef þú hefur ekki áhuga á ensk knattspyrnunni þá geturðu hætt hér.

Liverpool var mikið gagnrýnt í október fyrir mörg jafntefli og almennt lélegan fótbolta, liðið var kallað andfótbotla lið sem var algjörlega vonlaust. Arsenal og Manutd voru best í heimi og mörkin flæddu inn hjá þeim.

Nú er kominn desember og þessi árlega haustlægð hjá Liveprool er lokið. Nú er það þannig að Liverpool hefur skorað 26 mörk í deildinni (næst mest í deildinni) og fengið á sig 6 mörk (lægst í deildinni). Það eru mjög fáir að hrósa Liverpool þessa dagana, þrátt fyrir frábæra knattspyrnu. Held að þeir hafi skorað 21 mark á móti 1 í seinustu 5 leikjum en samt er Liverpool ekki að spila vel, hin liðin yfirleitt bara léleg. Er svona gaman að gagnrýna Liverpool í fjölmiðlum en aftur á móti ekki hægt að hrósa þeim?

Ívar var að gagnrýna Liverpool og sagði að Rafa væri vita vonlaus þjálfari sem kynni ekki að vinna ensku úrvalsdeildina. Hvað skildi Ívar segja núna þegar Liverpool er komið fyrir ofan Man utd þegar þau hafa spilað jafn marga leiki. Ekki nóg með það heldur andfótboltaliðið skorað 3 mörkum meira en júnæted!


Hins vegar eru Arsenal að spila mjög vel og því er ekki að neita, sem og manutd.

Ein pæling í viðbót. Afhverju voru ekki allir að tala um Ferguson og hans "róteringar" þegar hann hvíldi Ronaldo og þeir töpuðu fyrir Bolton, sem bæþevei Liverpool pakkaði saman í dag.

Vildi bara fá að koma þessu að.

Bið að heilsa í bili, áfram Liverpool

12.11.07

Veikindi

Þá er ein leiðinlegasta helgi í mjög langan tíma lokið. Eins og ég sagði frá á föstudaginn var Kári veikur á aðfaranótt föstudags og ég og Anna vorum eitthvað óviss hvort við fengjum pestina eða myndum sleppa.
Anna eyddi aðfaranótt laugardags með haustinn ofaní klósettinu og svo rúmliggjandi daginn eftir á meðan ég tók sama pakka degi seinni, eða aðfaranótt sunnudags og svo rúmliggjandi á sunnudeginum. Sem sagt mikið fjör á þessum bæ um helgina.

Erum bæði heima í dag ennþá frekar skrýtin í maganum en samt þúsund sinnum skárri en maður var um helgina.

Liverpool hefði samt náð að toppa helgina ef þeir hefðu ekki náð að vinna Fulham á laugardaginn. Var 0-0 þangað til á 81. mín þegar Torres setti hann eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Loksins kominn alvöru "klárari" í þetta lið. Nú er bara leiðin uppávið hjá Liverpool.
Mikið ósköp geta samt þessi landsleikja hlé alltaf komið á leiðinlegum tíma.

En jæja ætla að halda áfram að læra.

7.11.07

Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað frekar

Sæll, eigum við að ræða þetta eitthvað frekar? Getur maður sagt eitthvað annað eftir gærkvöldið, en ég vil samt ræða þetta eitthvað frekar!

Ekki nóg með það að Liverpool vann Baskitas 8-0 í Meistaradeildinni sem ku vera nýtt með, heldur tók Rosenborg sig til og vann Valencia 0-2 á útivelli. Alveg magnað og get maður varla hugsað sér betra fótboltakvöld. Horfði mest á Liverpool leikinn en var aðeins að flakka á milli stöðva til að sjá hvort að Rosenborg myndi halda þetta út. Það fyndna við þetta er að bæði lið hefðu getað unnið mun stærri sigra.

Við sjáum myndband...

Aðeins af Liverpool. Það vita allir að Liverpool hefur ekki verið að spila eins vel og þeir geta undanfarið og hafa ákveðnir aðilar (hóst***andfótbolti.net***) farið þar mikið og verið með mikla sleggjudóma varðandi Liverpool og einnig einblínt á Crouch sem andfótboltalið og mann. Ekki var Man utd mikið gagnrýnt í byrjun tímabils þegar þeir virtust ekki kunna að skora mörk en þegar Liverpool er í lægð þá er sko gaman að gagnrýna.

En í gær sýndu Liverpool sitt rétta andlit og með Crouch fremstan í flokki spilaði frábæra sóknar knattspyrnu og uppskáru 8 mörk að launum. Ekki slæmt það.

Nú er bara að vona að Benitez sjái aðeins að sér og leyfi Crouch að fá smá tækifæri í byrjunarliðinu og setji Kuyt á bekkinn eða út úr hóp. Þá vil ég einnig sjá Aurelio og Arbeloa fá tækifæri í bakvörðunum á kostnað Finnan og Riise sem hafa vægast sagt verið slakir þetta tímabilið. Benayoun klárlega maður þessa leiks og vonandi fær hann einnig fleiri tækifæri.
Svo koma Torres og Agger bráðum til baka og þá verður Liverpool vonandi óstöðvandi. Ég vona það allavega, það er svo gott fyrir sálina þegar liðið manns gengur vel.

Jæja nóg af fótbolta í bili.

26.10.07

Boltaspark

Best að segja frá því að ég var EKKI staddur á Lerkendal Stadion þegar Rosenborg vann glæstan 2-0 sigur á Valencia á miðvikudaginn. Nokkuð svekkelsi að það voru til miðar á Schalke en ekki þennan leik og ennþá meira svekkelsi að þeir töpuðu 0-2 á móti Schalke en unnu Valencia. En svona er lífið maður fær ekki allt sem maður vill.
Þeir eru þrátt fyrir það ennþá í 6 sæti sem er ekki nógu gott fyrir stórveldið frá Þrándheimi þannig að Tørum var sagt upp fyrir leikinn.

Aðeins að enska boltanum. Þessi spá mín er ekki alveg að ganga upp. Ég spáði Arsenal í 5 sæti og Tottenham í fjórða. Nú er málum þannig háttað að Martin Jol var að segja upp því Tottenham getur ekki neitt og Arsenal er í 1 sæti með einhverja 12-13 sigurleiki í röð. Liverpool mætir svo Arsenal á Anfield á sunnudaginn og menn eru skjálfandi á beininu á að mæta Arsenal í þessu formi sem þeir eru í núna. Það er bara vonandi að mínir menn rífi sig upp af rassgatinu og fari að sína að þeir kunni að spila fótbolta.
Annars er trú mín á Rafa alltaf að minnka, þannig er það nú bara.

En á meðan að Liverpool tapar í Tyrklandi er sigur Rosenborg ennþá meira gleði efni, og þá reynir maður að hugsa meira um það :)

5.10.07

Meistaradeildin

Það var stemmning á meistaradeildar leiknum þó svo að úrslitin hafi ekki verið sérlega góð, en Rosenborg tapaði 0-2 fyrir Schalke. Rosenborg komst mjög nálægt því að skora snemma leiks, þegar einn leikmaður Schalke skallaði boltann til baka til markmannsins sem missti hann yfir sig en náði að moka boltanum í stöng og út. Leikurinn hefði nú verið skemmtilegra ef þessi bolti hefði endað í netinu. Annars er ég á því að Schalke hafði skorað ólöglegt markt, það sem sóknarmaður Schalke hafi verið rangstæður þegar hann fékk boltann í fyrsta markinu.

En fúlt að horfa á tapleik og sjá ekki einu sinni mark hjá Rosenborg en gaman engu að síður, og við vorum rosalega góðir í seeeen-inu í Roooooo...seeeeeen...boooooorg.

Ekki hjálpaði til að vita til þess að Liverpool tapaði fyrir Marseille 0-1, um leið og þeir geta eitthvað smá í deildinni þá hverfur öll geta í meistaradeildinni.

En nóg um fótbolta