Varúð fótbolta póstur, ef þú hefur ekki áhuga á ensk knattspyrnunni þá geturðu hætt hér.

Liverpool var mikið gagnrýnt í október fyrir mörg jafntefli og almennt lélegan fótbolta, liðið var kallað andfótbotla lið sem var algjörlega vonlaust. Arsenal og Manutd voru best í heimi og mörkin flæddu inn hjá þeim.
Nú er kominn desember og þessi árlega haustlægð hjá Liveprool er lokið. Nú er það þannig að Liverpool hefur skorað 26 mörk í deildinni (næst mest í deildinni) og fengið á sig 6 mörk (lægst í deildinni). Það eru mjög fáir að hrósa Liverpool þessa dagana, þrátt fyrir frábæra knattspyrnu. Held að þeir hafi skorað 21 mark á móti 1 í seinustu 5 leikjum en samt er Liverpool ekki að spila vel, hin liðin yfirleitt bara léleg. Er svona gaman að gagnrýna Liverpool í fjölmiðlum en aftur á móti ekki hægt að hrósa þeim?
Ívar var að gagnrýna Liverpool og sagði að Rafa væri vita vonlaus þjálfari sem kynni ekki að vinna ensku úrvalsdeildina. Hvað skildi Ívar segja núna þegar Liverpool er komið fyrir ofan Man utd þegar þau hafa spilað jafn marga leiki. Ekki nóg með það heldur andfótboltaliðið skorað 3 mörkum meira en júnæted!

Hins vegar eru Arsenal að spila mjög vel og því er ekki að neita, sem og manutd.
Ein pæling í viðbót. Afhverju voru ekki allir að tala um Ferguson og hans "róteringar" þegar hann hvíldi Ronaldo og þeir töpuðu fyrir Bolton, sem bæþevei Liverpool pakkaði saman í dag.
Vildi bara fá að koma þessu að.
Bið að heilsa í bili, áfram Liverpool