8.3.04

talað í vindinn...

...gæti Windtalkers heitið á íslensku! Búinn að eiga þessa á tölvunni lengi og horfði loksins á hana í gær. Ekkert sérlega góð mynd, bara svona þessi týpíska hermynd þar sem allt er sprengt í tætlur! John Woo leikstýrir en hann er mjög góður í að leikstýra bardagamyndum enda voru bardaga- og sprengjuatriðin mjög góð en ekki nægilega til að halda myndinni upp. Þá er söguþráðurinn hálf lélegur og svo er náttúrulega Nicolas Cage sem fer með aðalhlutverk en hann hefur farið nett í taugarnar á mér eftir að hann lék í hinni eftirminnilegu Con Air þar sem hann átti eina merkustu setningu kvikmyndasögurnnar eða "Put the bunny back in the box". Hann var samt góður í Adaptation enda var hann þá ekki að reyna að vera hasarmyndaleikari!

...Windtalkers fær *1/2 örlish, innihaldslausa mynd með smá sprengingum!

Engin ummæli: