Við eigum þessum kauða mikið að þakka. Hann heitir DVD Jon og er Norðmaður sem náði fyrst að komast fram hjá afritunarvörn á DVD diskum. Núna beinir hann athyglinni að iTunes.
Þetta finnst mér mjög flott hjá honum. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það allar þessar afritunarvarnir. Ég vil geta keypt mér geisladisk og geymt hann inná tölvunni minni með öllum hinum mp3 lögunum mínum (sem eru nú nokkur)...maður á ekki að þurfa að setja diskinn í tölvuna og hlusta á hann í gegnum eitthvað sérvalið forrit.
Það litla sem ég hef kynnst af iTunes er ég ekki alveg að fíla og er það helsti galli iPod. Maður kemst bara inná iPod í gegnum þetta forrit. Þú getur ekki sett "drag and drop" eins og iPod væri bara drif á tölvunni þinni. Einnig þá vantar einhverja síju á hvað tónlistarmenn heita í iPod. Ef einvhver hljómsveit heitir The Pire... og svo Pire... í annari mp3 skrá þá flokkar iPod þetta sem tvo mismundandi tónlistar menn.
Nú er bara bíða eftir því að hann opni iTunes lögin og svo væri nú flott ef hann gæti nú hjálpað manni eitthvað með iPod því það fer nú alltaf að styttast í það að maður fáir sér þannig tæki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli