Kambó bauð í heimsókn í VR bústað upp í Miðhúsaskógi um helgina. Ég of frú skeltum okkur upp eftir og komum um 22 á föstudagskvöldið. Ekkert merkilegt það kvöldið nema að drekka smá bjór og fara í pottinn.
Á laugardaginn var svo vægast sagt vont veður. Það hætti ekki að rigna fyrr en um kl. 22 um kvöldið. Horft á The Rock, lesið smá í Kleifarvatni, smá göngutúr og mini golf mót sem allir komu rennandi blautir úr. Grillað voru snilldar Nautalundir og allt heppnaðist mjög vel. Spilað og farið í pottinn. Mjög gaman.
Það var svo komið sólskyn þegar maður vaknaði á sunnudeginum og ákveðið var að fara í golf í Úthlíð. Á fremur lélegum velli var spilamenskan frekar léleg líka og það verður ekkert rætt frekar hér.
Svo var ákveðið að skella sér í túrista ferð á Gullfoss/Geysi. Snilld að koma á þessa staði í svona góðu veðri og minnir mann enn og aftur hvað er skemmtilegt að ferðast um Ísland.
Mikið tekið af myndum sem ég ætla að reyna henda inn sem fyrst.
Þá útskrifaðist Kristinn Sverrisson úr Viðskiptafræði á laugardaginn og óska ég honum til hamingju með það. Til hamingju frændi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli