29.6.05

Tjald og fríið

Heimilið fjárfesti í einu stykki tjaldi í gær. Keypt var McKinley 4 manna braggi. Tvö "herbergi" ásamt góðu plássi í miðju tjaldsins. Einnig var fjárfest í tveimur stólum til að fara með tjaldinu.

Þannig að núna er maður kominn með ágætan útilegu búnað en ennþá vantar fullt uppá. Þetta er ágætt í bili þannig að nú fær maður rest lánaða fyrir fríið.

Farið verðum um helgina og gert ráð fyrir að vera ca. viku.

Hvert er ferðinni heitið? Tja ekki alveg á hreinu en reynt verður að fara eftir veðri en Norður-, austur- og suð/austurland eru svona þeir staðir sem stefnt er á.

Aldrei að vita nema að Ívar á Nesó fái heimsókn í næstu viku...

Engin ummæli: