Fór á skíði á laugardaginn í fyrsta skipti í vetur og var Íbbó með í för. Vorum mættir í brekkurnar kl. 10 og náðum góðum tveimur klst fyrir hádegismat. Þá fylltist allt af fólki ásamt því að nýja lyftan bilaði. Þegar við tókum tíman og vorum 20 mínútur upp fengum við nóg og fórum í Sólskynsbrekkuna. Fínt þar og engin röð.
Annars var mjög blint en samt gott að komast á skíði. Vonandi nær þessi snjór að halda sér eitthvað.
Þá var farið á Little Trip to Heaven um kvöldið. Hefði heyrt að hún væri slöpp þannig að væntingar voru ekki miklar. Mjög rólegt og skemmtileg stemmning yfir henni. Veit ekki hvort maður myndi fíla hana ef ekki væri fyrir það að hún var tekin upp hérna heima. Annars bara þokkaleg bíó ferð. Þá var tónlistin með Mugison mjög flott í myndinni. Ef einhver á eintak má hin sami láta mig vita.
Little Trip to Heaven fær 6,5 Örlish!
Þá sá ég einnig Into the Blue með Jessica Alba um helgina. Jússimía verð ég nú bara að segja. Ansi góð fyrir augað sú myndin en aðeins verri fyrir heilann.
Into the Blue fær einnig 6,5 Örlish!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli