Var að klára að hlusta á hljóðbókina I'm Here to Win sem er bók eftir þríþrautarmanninn Chris McCormack. Hann vann Ironman Kona bæði 2007 og 2010, þá 37 ára ásamt því að hafa unnið flest allt annað í heimi þríþrautar.
Mér fannst þetta bæði skemmtileg og einnig hvetjandi bók. Hann fer vel yfir ferilinn sinn og snertir á því hvað það er sem gerir hann að afreksmanni í þessari íþrótt. Fer mikið út í pælingar hvernig eigi að bæta sig í sínum veikleikum og hikar ekki við að nota lausnir úr öðrum íþróttum eins og boxi og vaxtarrækt. Einnig fer hann vel í það hvernig andlegur styrkur, kænska og útsjónarsemi hefur fleytt honum langt áfram.
Bók fyrir þá sem hafa áhuga á hlaupum og þríþraut.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli