Á einni af mörgum heiðum sem voru tæklaðar í Noregi, okt. 2011 |
Ekki búinn að hreyfa mig eins mikið og ég vildi hafa gert. Missti 8 daga út útaf vinnu í Noregi, var þá reyndar að hreyfa mig mikið alla dagana nema ferðadagana. Mikið gengið um óbyggðir Noregs í erfiðu landslagi. Þá fóru 3 dagar í að undirbúa bæði afmælið hans Óttars og einnig í undirbúningi fyrir Noregs ferðina.
En byrjum á hreyfingu í október:
Hlaup: 197 km - 15:30 klst - 15 dagar
Hjól: 42 km - 1:50 klst - 3 dagar
Sund 2,35 km - 1:10 - 3 dagar
Ganga um Noreg: 7 dagar
Engin hreyfing: 7 dagar
Ekkert mjög slæmt en mætti laga eitthvað í þessu. Ekki búinn að hjóla nógu oft og sömuleiðis lítið um sund. Sund er frábær virk hvíld og því um að gera að nota það með hlaupunum. Hef einnig verið að hlusta á bókina "I'm here to win" sem fjallar um þríþrautar kappann Chris McCormak og þá byrjar maður sjálfkrafa að horfa aðeins á þríþrautina sem góðan kost. Annars alveg fyrirmyndar bók fyrir þá sem hafa áhuga á afreksíþróttum og hlutum sem tengjast hugarfari og andlega þættinum í íþróttum.
En næst eru það hvað maður ætlar að reyna að gera í þessum mánuði. Markið nóvermber mánaðar eru því:
Hlaup: 300 km
Hjól: Hjóla allavega 1 sinnu í viku í vinnuna
Sund: Synda allavega 1 sinni í viku
Halda áfram að gera styrktaræfingar og auka þrek.
Tvö bestu lög mánaðaris fá að fljóta með, eitt íslenskt og eitt erlent.
Fyrst Of Monsters and Men með frábært lag.
Svo meistararnir í R.E.M. Svona í tilefni þess að þeir eru hættir. En eitt besta lag þeirra í langan tíma, titill lagsins er líka mjög í samræmi við markmið mánaðarins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli