Mynd: Birgir Örn Birgisson |
Fer af stað á eftir fremstu mönnum og lét tilfinningu ráða, keyrði hratt af stað og slóg svo viljandi af eftir ca. 1 km. Friðleifur fyrri framan mig og Siggi fyrir aftan og sú röð hélst nokkur veginn allan tímann. Tók framúr einum sem sprengdi sig en annars var ég einn næstum því allan tímann.
Gekk ágætlega að rúlla á þessum hraða en átti ekkert mikið inni. Var vel þreyttur þegar maður kom upp að stíflu en svo náði maður að jafna sig á leiðinni niður rafstöðvarbrekkuna góðu :).
Var góður yfir stokkinn og svo tók nokkuð á að koma sér frá Sprengisandi upp að göngubrú yfir Miklubraut. Vantaði aðeins meiri keppni í mann á þeim kafla þar sem maður var nokkuð einmanna. Reyndi svo aðeins að keyra upp hraðann í lokin og gaman að koma inná Röbluna og sjá markið og flottur stuðningur.
Skemmtilegt hlaup og vel staðið að því, allar aðstæður mjög góðar. Tíminn kom skemmtilega á óvart, bjóst við nær 37:30 en endaði á 36:32 og í 7. sæti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli