23.8.14

Hálft maraþon í Rvk maraþoni

Eftir Laugaveginn tók ég mér ca. 2 vikur í rólegar æfingar en svo reyndi ég að fara vinna í að fá smá hraða í lappirnar með interval og sprett æfingum. Æfingar höfði gengið fínt og var ég að stefna á að komast undir 1:20 klst þó svo ég vissi ekki alveg hvar ég var staddur því ég hef mjög lítið keppt undanfarið í götuhlaupum.

Aðdragandinn fyrir þetta hlaup var ekki eins og best verður á kostið. Fyrir tveimur vikum keypti ég mér nýja skó sem ég ætlaði að nota í þessu hálfa maraþoni. Fór 20km túr í þeim með 12 km tempó kafla. Eftir hlaupið var ég aumur í táberginu og svo í framhaldinu versnaði það hægt og rólega þangað til á mánudaginn þegar mér var virkilega illt eftir interval æfingu. Táinn var eitthvað bólgin í framhaldinu og ég eitthvað tæpur með að mæta í þetta hlaup. Ákvað samt að skrá mig á fimmtudaginn og hlaupa frekar í þyngri skóm með meiri dempun. Hausinn var samt ekki alveg þar sem hann á að vera fyrir svona keppni.

Eftir létt upphitun var löppun orðin betri og ég gerði mér vonir að hlaupa með og í kringum nokkra aðra íslendinga sem voru mættir. Bendedikt Jónsson hjólari, Geir og Rúnar þríþrautarar og svo Sigurjón Bootcampari voru þeir helstu.
Flautan gall og hópurinn rúllaði af stað. Eins og oft áður byrjar maður frekar hratt en svo fer yfirleitt að hægjast aðeins á mönnun. Fyrstu tveir km voru á 3:33 og 3:31 og þá bjóst ég við því að menn myndi aðeins hægja á sér en hraðinn hélt bara áfram en var nær 3.35 eftir þetta. Púlsinn hjá mér var kominn upp 170 og var einhvernveginn að bíða eftir að strákarnir myndu hægja eitthvað en þeir gáfu ekkert eftir, Benedikt, Geir og Rúnar ásamt tveimur öðrum héldu bara áfram að rúlla á ca. 3:35. Eftir ca. 7km ákvað ég að gefa eftir og detta á minn áætlaða keppnishraða (3:45), um svipað leiti datt svo Rúnar eitthvað aðeins á afturúr. Fór í gegnum 10km á 36:50 en fannst þetta eitthvað niðurdrepandi að missa hópinn svona langt á undan mér.
Hélt áfram að rúlla einn og var á ágætis ferð en hausinn ekki í lagi. Þegar við fórum svo út af Sæbrautinni og niður í Klettagarða missti ég svo tvo útlendinga framúr mér og þá var ég mikið að spá í að hætta, lappirnar eitthvað lélegar og hausinn eitthvað léttur. Náði svo aðeins að taka mig smá taki en var dottinn aðeins niður í hraða frá Vatnagörðum og upp að Laugarásbíó hélt ég hefð þá einhverja orku til að gefa í en þá kom smá vindur á mann og áfram var hraðinn um og yfir 3:50. Þegar fór svo að styttast í markið fór aðeins að birta yfir og þegar ég sá að ég kæmist undir 1:20 (sem var markið dagsins) þá var maður aðeins sáttari. Náði fínum endaspretti og endaði í 11. sæti (7. íslendingur) á 1:19:21 sem er minn 2. besti árangur í hálfu maraþoni.

Veit ekki alveg hvað gerðist með hausinn þennan dag en náði þá að klára þetta og var bara sáttur í lokin með tímann. Endaði svo með því að vera alveg frábær dagur þar sem flestir í fjölskylduni tóku þátt í einhverri vegalengd og var mikið fjör að vera niðri í bæ og fylgjast með öllu. Flottur stuðningur frá mörgum sem ég þekkti sem hjálpaði mikið.

Fékk mér minn hefðbundna morgunmat, hafragrautur með döðlum, möndlum og banana. Drakk svo GU blöndu og fékk mér hálfan banana um klst fyrir hlaup. Eitt GU gel fyrir hlaup og eitt GU-gel eftir ca. 11 km.





0:03:32    1.00    3:32    1.00    3:32    176
0:07:03    2.00    3:31    1.00    3:31    188
0:10:43    3.00    3:40    1.00    3:41    183
0:14:24    4.00    3:40    1.00    3:40    171
0:18:05    5.00    3:41    1.00    3:41    169
0:21:42    6.00    3:37    1.00    3:37    169
0:25:17    7.00    3:35    1.00    3:35    168
0:29:00    8.00    3:42    1.00    3:43    167
0:32:41    9.00    3:41    1.00    3:41    169
0:36:29    10.00    3:47    1.00    3:47    168
0:40:10    11.00    3:41    1.00    3:42    168
0:43:59    12.00    3:49    1.00    3:49    167
0:47:44    13.00    3:44    1.00    3:45    167
0:51:28    14.00    3:44    1.00    3:45    169
0:55:14    15.00    3:45    1.00    3:45    166
0:59:12    16.00    3:58    1.00    3:59    167
1:03:08    17.00    3:56    1.00    3:56    167
1:06:57    18.00    3:48    1.00    3:49    167
1:10:49    19.00    3:51    1.00    3:51    168
1:14:43    20.00    3:54    1.00    3:55    168
1:18:28    21.00    3:45    1.00    3:45    170
1:19:25    21.28    0:56    0.28    3:19    174