9.10.14

Powerade 2014-2015 #1

PB í Powerade um að ég held meira en 1 mín. Var í 6. sæti og 4. af Íslendingum. Kjör aðstæður í dalnum í kvöld, mjög lítill vindur, auðir stígar og um 5°C.
Búinn að vera að vinna aðeins í að bæta hraðann í haust og því fínt að mæta og taka smá powerade test.
Mjög gaman að sjá hvað margir voru mættir og gaman að sjá fullt af gamla liðinu var mætt aftur. Reynir, Guðmundur Guðna, Siggi Tomm, Jósep og aðrar hetjur.

Fór af stað með fyrsta hóp, Kári fyrstur, svo tveir norðmenn, Arnar Péturs, ég og Friðleifur. Kári fljótur að stinga af út í myrkrið og norðmennirnir eitthvað að reyna að elta hann. Ég var svo stutt á eftir Arnari fyrsta km áður en hann fór að gefa í. Ég og Friðleifur vorum saman fyrstu 2 km og svo fór hann aðeins og auka eða ég að gefa smá eftir. Hann jók svo bilið hægt og rólega. Var með hann í augnsýn að rafstöðvarbrekkunni.
Leið nokkuð vel allan tímann og fann mig vel, var léttur á mér og náði að rúlla þetta vel. Hægðist aðeins á manni neðst í dalnum og í rafstöðvarbrekkunni en gat svo keyrt aðeins hraðann upp í lokin þó svo að það hafi ekki verið neinn að keppa við. Datt samt í hug að ég væri að ná mínum PB í Powerade. Var lítil keppni enda Friðleifur of langt á undan og svo heyrði maður aldrei í neinum fyrir aftan sig.

Kom í mark á 36:23 mín sem er minn 3 besti 10 km tími að ég held. Mjög sáttur við þetta hlaup og PB í Powerade.