![]() |
Mynd af undir 40 mín hópnum. Frá vinstri. Hilmar, Sindri, xx, Biggi, Benoit, Örvar, Þórólfur og Ívar (mynd. Powerade Vetrarhlaup) |
Var sæmilega sprækur í upphitun og rúllaði vel og fannst ökklinn strax betri eftir 1-2 km. Frost og stilla úti og aðstæður sæmilegar. Frostinn snjór og klaki á stígum en aðeins laus sumstaðar.
Kári, Þórólfur, Valur fóru fyrstir af stað og Benoit þar rétt fyrir aftan. Ég kom svo en enginn virtist hafa elt mig og ég því einn frá byrjun. Passaði mig á því að fara ekkert of hratt af stað og var því ekkert að reyna að hanga í fremsta hóp, var alltaf með sjónir á Benoit en varð aldrei var við neinn fyrir aftan mig. Tók því rólega upp Brekkuna upp í Bakka og reyndi svo að gefa aðeins í eftir það. Loksins fannst mér ég vera að rúlla vel og ekki sprunginn eftir 3-5 km. Benoit var svona 2 ljósastaurum á undan mér og eftir því sem við komum neðar í Elliðarárdalinn því meiri nálgaðist ég hann. Átti von á því að Sindri yrði nálægt mér en heyrði aldrei í honum en hann var um 1 mín fyrir aftan mig. Þegar við vorum búnir með stokkinn og um 2,5 km eftir var ég ennþá nærri Benoit. Hélt svo áfram að reyna að minnka bilið eitthvað en gekk hægt. Fórum í gegnum undirgöngin og með um 1 km eftir var þetta komið niður í einhverja 20-30m, tók þá þetta í nokkrum áhlaupum og náði að minnka bilið. Gaf mér styrk að hafa loksins einhvern til að keppa við síðustu km í hlaupinu. Þegar um 300-400m voru eftir tók ég svo góðan sprett og náði að fara framúr og skilja Benoit eftir. Hljóp svo þétt í mark án þess að Benoit reyndi að elta. Kom í mark á 37:27 sem er meira en mínútu hraðar en í síðasta mánuði. 4 sætið og ég mjög sáttur við hlaupið. Benoit hafði svo verið að drepast úr hlaupasting sem var að valda honum óþægindum.
Tókum svo nokkrir saman niðurskokk.
Samanburður á milli jan og feb