27.9.15

Berlin marathon - PB 2:44:30

Við Anna flugum út til Berlínar með góðum vinahópi snemma á föstudagsmorgni. Vorum komin upp á hótel rétt fyrir kl. 2 og fórum svo fljótlega af stað út marathon expo-ið sem var í Berliner Luftbrucke (sem er sögufrægur flugvöllur). Allt troðið af fólki og mikið um að vera. Fórum og náðum í númerin okkar og náðum bæði að láta færa okkur í rétt hólf, ég í 2:40-2:50 og Anna í 3:50-4:15. Smá léttir en eftirá óþarfi þar sem lítið eftirlit var með hólfunum. Við röltum svo um svæðið aðeins áður en við fórum upp á hótel. Pizza um kvöldið og snemma í háttinn enda þreytt eftir að hafa vaknað um kl. 3 á íslenskum tíma. Á laugardeginum reyndum við að taka því mjög rólega. Kíkt á eitt safn um DDR og svo aðeins skoðað svæðið um kring. Pössuðum okkur að taka því rólega og dugleg að sitja og liggja, enda frábært veður og því kjörið að liggja í grasinu og slappa af. Hópurinn fór svo í pasta hleðslu um kvöldið og sömuleiðis reynt að fara snemma að sofa. Gekk fínt að sofna og svaf nokkuð vel miðað við oft áður.

 
Við vöknuðum svo kl. 6 og fórum niður í morgunmat. Hafragrauturinn klikkaði eitthvað smá og ég fékk mér því rúnstykki með osti og sultu, vatn og smá djús. Fórum aftur upp og gerðum okkur tilbúin, farið í hlaupagallann og líkamspartar smurðir. Um 15-20 mín rölt með hópnum niður í startið og þar var maður aðeins að drekka GU steinefna blöndu og fékk mér einn banana.

Kristinn, Gummi, Anna og Stebbi á leið í startið
Vorum komin inná svæðið um 70 mín fyrir start. Hópurinn tvístraðist svo til að komast á dolluna og setja bakpokana með auka dóti á sinn stað. Kvaddi Önnu ef ég myndi ekki hitta hana aftur fyrir startið. Fór í röðina á dolluna og átti eftir að gera lítið annað en að bíða þar. Fannst mjög miklar klósett raðir miðað við td Boston. Var í röð í ca. 50 mín og þurfti að hafa fyrir því að halda ró minni. Fólk var mis heppið með klósett röð en virðist hafa valið illa. Þegar ég var búinn að fara með pokann minn á sinn stað voru um 20 mín í start. Tók mjög litla upphitun og ákvað svo að koma mér á minn stað í hólfi B. Fannst mjög leiðinlegt að ná ekki að hitta neinn aftur og sérstaklega að geta ekki verið með Önnu. Fór fyrst í vitlaust hólf (síðasta hólfið) og tók svo sinn tíma að komast í rétt hólf (B). Náði að finna hólfið og troða mér yfir girðinguna um 3 mín fyrir start. Náði svo að koma hausinum í réttan gír fyrir startið.

Markmiðið hjá mér var C: Að bæta tímann minn frá mínu öðru maraþoni sem er 2:55:13 (tími frá 2011) - B: Komast undir 2:50 (helst 2:48:48 sem er 4:00 mín/km hraði) og svo A: Að komast undir 2:45, sem var draumamarkmiðið. Var búinn að taka nokkrar maraþon æfingar á 3:55 pace-i (lokatími 2:45:17) og alveg niður í 3:52. Var búinn að því vegna þess að mér finnst oftast vera munur á GPS og raunverulegri mældri vegalengd í keppnum. Finnst þessi munur oft vera um 2-3 sek per km, sem eru um 2 mínútur yfir maraþon vegalengdina. Það var því markmið að fara út á 2:55 en vera með það hugfast að fara yfir á ca. 2:52 ef hlutirnir gengju vel. Annað var að vera í kringum 160 í púls.

 0-5 km


Var vel pakkaður inn í start hóp B þegar skotið reið af og hópurinn lagði af stað.  Ótrúlega gaman að leggja af stað í öllu þessu mannhafi, blöðrurnar yfir manni og fólkið æddi áfram niður Str. des 17. juni. Var um 1 mín að koma mér yfir marklínu og náði að hlaupa strax eftir að maður var kominn yfir línuna en hópurinn var þéttur og mikið af fólki að fara hægar af stað. Grunar að all margir hafi svindlað sér í hærra start hóp.
Fyrstu 5km liðu ansi hratt og var ég að passa mig að fara ekki of hratt af stað en samt að reyna að vera undir 3:55. Úrið var með meðalhraða undir 3:50 en í raun var meðal hraðinn á þessum kafla 3:53 og púlsinn 160 slög. Aðeins of hraður en samt gengu hlutirnir vel fyrir sig. Nokkuð mikið að hreyfa mig sikk sakk til að sviga framhjá fólki og svo hægðist í fyrstu alvöru begjunni eftir um 2,5km. Fór í gegnum 5km á 19:26 eða um 9 sek hraði en ég ætlaði en "close enough".
5 km: 19:26 (00:19:26) - 00:03:53 - 160 

 5-10 km


Áfram hélt maður að reyna að halda hraða og þurfti töluvert að sviga til að gera það. Þegar ég nálgaðist hótelið okkar fór ég hægra megin í brautina til að ná að hitta stuðningshópinn. Ótrúlega fjör að sjá allt fólkið sem var að styðja. Eftir þetta þegar maður beygði inná Torstrasse fór að verða auðveldara að hlaupa beint og á réttum hraða. Flestir vitleysingar sem fóru alltof hratt af stað eða byrjuðu of framarlega frá og fór að verða auðveldara. Var aftur kannski aðeins of hraður skv. gps en á fínum raunhraða. Fór í gegnum 10km á 38:51 mín. Áætlun var uppá 39:10 og ég því um 20 sek á undan áætlun. Fannst mér líða vel og ráða vel við hraðann, rúllaði gekk vel og brautin alveg mar flöt, aldrei neitt streð við mishalla á götunum.
10 km: 38:51 (00:19:25) - 00:03:53 - 160
  
10-15 km


Fór að detta betur og betur inn í hópa sem voru að hlaupa á svipuðum hraða og ég þá hægðist kannski aðeins á manni, var líka með pínu áhyggjur að ég var oft yfir 160 í púls. Sló því aðeins af vitandi að maraþon er mjög löng vegalengd og mikið sem getur klikkað ef maður hleypur of hratt í byrjun. Fékk mér mitt fyrsta gel eftir 45 mín og var duglegur að grípa vatn og orkudrykk á vantsstöðum sem voru oft á um 3km fresti. Maður drekkur lítið í einu og hélst maginn því góður allan tímann. Heildartími í gegnum 15km var 58:36 en áætltun 58:45 (ennþá 9 sek inni, þó svo ég hafi ekki vitað millitímann þarna).  Skv gps var meðalhraði um 3:53 en 3:57 í raun. Hægði kannski full mikið á mér á þessum kafla, aftur á móti var púlsinn lægri sem var betra.
15 km: 58:36 (00:19:45) - 00:03:57 - 158

 15-20  km


Hélt áfram svipuðum hraða og púlsinn ennþá í góðum málum undir 160 slögum. Þarna fór brautin svo úr stórstrætum yfir í venjulegar úthverfa húsagötur. Ennþá var stuðnignurinn frábær og göturnar þétt settnar af fólki sem var að styðja. Fann aðeins meira fyrir hlutunum þarna og fann að hraðinn var eitthvað að minnka hjá manni. í kringum 18 km fannst ég allt í einu heyra nafnið mitt, lít aftur og sé Söru og Sólveigu á harða sprett á eftir mér. Fékk fréttir af Önnu sem var rosalega gott og hjálpaði mér mikið. Vitandi að hún hafi komist í gegnum kraðakið í byrjun hlaups og væri á góðu rúlli.
Þarna var kominn mikill munur á gps og brautinni og munaði strax einhverjum 400-500 m  sem mér fannst fullmikið. Fór í gegnum 20 km á 1:18:21 og sá að ég var alveg á áætlun og það gaf manni sjálfstraust þrátt fyrir að gps-ið væri ónákvæmt. Ennþá var púlsinn í góðum málum. Tók svo annað gel eftir 1:15 klst eða um 30 mín frá síðasta geli.
20 km: 1:18:21 (00:19:45) - 00:03:57 - 157

20-25 km

Gott rúll í ágætum hóp, var farinn að elta einn þjóðverja sem var greinilega heimamaður og mikið að gefa fimmur og virkaði mjög sprækur. Fór í gegnum hálf maraþon á 1:22:40 sem er alveg spot on á áætlun og var ánægður með það.  Fannst ég eiga fullt inni og orkan og lappir ennþá í lagi. Enná í úthverfum og skemmtileg stemning í brautinni. Það var svo í kringum 25 km sem ég allt í einu varð "léttur" í hausnum og fékk léttvægan svima, varð nokkuð hræddur að hlaupið væri að fara misheppnast á þessum tímapunkti. Sló því aðeins af hraðanum og lét þjóðverjann fara. Tók stöðu tékk og fannst einnig lappirnar vera eitthvað þreyttar. Fékk mér að drekka og náði aftur að komast í gírinn. Tók þessa 5 km á 19:38 og fór í gegnum 25 km á 1:37:59 eða um 4 sek á eftir áætlun (var reyndar ekki með 25 km splitt skrifuð og vissi því ekki hvað ég átti að vera á)
25 km: 1:37:59 (00:19:38) - 00:03:56 - 160

25-30 km

Fljótlega eftir þetta hræðslu kast kom svo einn hlaupari sem virtist vera að hlaupa mjög vel. Ég hengdi mig á hann sem átti eftir að reynast vel. Lappirnar voru góðar og ég hætti að fylgjast mikið með hraðanum og fór bara að elta gaurinn fyrir framan mig. Fannst effort-ið vera fínt og ég náði að halda vel í við hann. Þarna fór maður svo að byrja að taka fram úr fólki sem veitti manni sjálfstraust. Kílómetrarnir héldu áfram að tikka og allt gekk vel. Hélt áfram að drekka vatn og orkudrykk þar sem það var í boði og reyndi yfirleitt að fá mér eitthvað á hverri drykkjarstöð. Hitinn var bara góður og hafði ekki mikil áhrif. Fór í gegnum 30 km á 1:57:33 og áætlun var 1:57:30 þarna sá ég að hlaupið var að ganga vel og ég var á góðu rólu sama þótt að gps-ið væri komið aðeins lengra í km. Púlsinn farinn að skríða aðeins upp enda kominn á aðeins meira efford.
30 km: 1:57:33 (00:19:34) - 00:03:55 - 161

30-35 km

Við félagarnir héldum áfram að síga framúr fólki sem gaf manni gott sjálfstraust, ekkert að fylgjast með klukkunni og rúllaði þetta vel. Einn belgi kom svo inn í hópinn og við vorum því þrír sem héldum hópinn. Alltaf gott að km var farið að fækka en samt nóg eftir. Lappirnar voru ennþá góðar og allt gekk vel. Fórum úr úthverfunum yfir í meiri miðbæ. Allt í einu fannst ég mér sjá Reyni félaga minn en hélt að hann væri fyrir aftan mig. Við höfðum ætlað að hlaupa fyrri hlutann saman en höfuðum ekki fundið hvorn annan í startinu. Vorum hægt og rólega að éta fólk upp og sá þegar nær dróg að þetta var Reynir. Fórum svo eiginlega saman í gegnum 35 km hliðið og hann sagði mér að hann hefði ælt í 30km og var farið að slá aðeins af honum. Ég sagði honum að reyna að hanga í þessum hóp því við vorum á góðu rúlli.
Síðustu 5km á 19:22 (hraðasti kaflinn hingað til) og heildar tími 2:16:55, vissi ekki á hvaða tíma ég átti að vera en hefði litlar áhyggjur því við vorum á flottu róli.
35 km: 2:16:55 (00:19:22) - 00:03:52 - 161

35-40 km

Sá fljótt að Reynir var ekki að ná að fylgja okkur og skömmu síðar datt beglinn líka úr hópnum. Vorum á þessum punkti að fara framúr mjög mörgum og vorum aldrei í neinum hóp því við fórum hratt framúr þeim. Tók mitt síðasta gel í um 37 km þrátt fyrir að það var stutt síðan að ég hefði tekið gel. Þarna var maður farin að reyna aðeins meira á sig og hraðinn var sömuleiðis meiri. Lappirnar héldu vel en fór að verða lengra og lengra milli km í haustnum á manni. Frábært að keyra í gegnum 40 km á góðu rólu og ennþá enginn veggur og ekkert að manni. Hafði skrifað eitthvað vitlaust á höndina á mér og vissi því ekki alveg hvað ég átti inni en gat reiknað gróflega að ég væri í séns á sub 2:45. Síðustu 5km á 19:27 og í heildina 2:36:22.
40 km: 2:36:22 (00:19:27) - 00:03:53 - 163

40-42,2 km

Þarna fór maður svo að gefa í og reyna enn meira á sig, frábært að eiga nægilega mikið inni á þessum kafla til að pressa og ekki verra að vera rúlla  framúr fólki. Heyrði aftur stuðningsliðið og í þetta skipti voru það Katrín, Hrafnildur, Silla og Stella. Ruglaðist aðeins og fannst ég sjá Brandenborgarhliðið þegar ég var kominn í 41,6 á gps og fór að gefa hressilega í en sá svo að ég hefði ruglast og sló aðeins af, þó ekki mikið. Mjög gaman að taka síðustu beygjuna og sjá loks Brandenborgarhliðið og markið nálgast óðfluga. Hljóp mjög vel og gaf vel í síðustu metrana. Sá að ég var að komast undir 2:45 klst sem var mitt drauma markmið. Rúllaði svo í gegnum markið á 2:44:30 og var gríðarlega sáttur með mitt hlaup, þakkaði vini mínum sem hefði leitt mig áfram frá kílómetra 25. Tók smá geðkast í markinu og alveg frábær tilfinning að drauma markmiðið var náð.
Reynir om fljótlega í markið og sömuleiðis frábært hlaup hjá honum.
Fór síðustu 2,2km á 8:08 sem gerir meðalhraða uppá 3:42 (rétt yfir besta hálfamaraþon tímanum mínum). Tók seinni helminginn á 1:21:51 sem gerir negatíft splitt uppá 50 sek.
42,2km: 2:44:30 (00:08:08) - 00:03:42 - 166

Official úrslit með tímanum mínum
 
Lokatími skv. flögu var því 2:44:30 sem er meðalhraði uppá 3:53 min/km eða 15,39 km/klst. Ég endaði í 459 sæti í heildina og í 123 sæti í aldursflokki M35.

Ánægð hjón eftir hlaup, Anna að klára sitt fyrsta maraþon
 Eftir hlaup vorum við svo lokaðir inni í markinu útaf einhverjum öryggisástæðum og lostnuðum fljótlega. Frábært að hitta aðra íslendinga og svo komast í símann sinn og geta farið að fylgjast með öðrum hlaupurum í gegnum appið og heyra hvernig Önnu var að ganga. Biðum svo með öllum íslendingunum sen týndust einn af öðrum í mark. Allir skiluðu sér og var ég ótrúlega stoltur og glaður þegar ég hitti Önnu sem var að klára sitt fyrsta maraþon og gerði það með stæl. Frábær dagur með alveg frábæru fólki og mitt drauma hlaup.

Hópurinn eftir hlaup, frá vinstri: Reynir, Kristinn, Stebbi, Örvar, Anna og Gummi
Brautin:
Brautin var frábær í alla staði, smá óskipulegt í byrjun með start hópana en yfirleitt var brautin breið og góð og ekkert vesen að  halda hraða. Get ekki ímyndað mér flatari braut því manni fannst yfirleitt maður vera hlaupa niður brekku fyrir utan einstaka mislæg gatnamót eða árþverun sem vegurinn lyftist eitthvað aðeins.

Búnaður:
Skór: Adidas Adios Boost 2
Sokkar: Þunnir hlaupa sokkar (eitthvað noname merki)
Kálfahlífar: CW-X compression hlífar
Stuttbuxur: CW-X compression buxur
Bolur: Léttur Nike ermalaus bolur (Liðsbúningur Kaldbakur Running)

Næring:
6 GU energy gel. 1 fyrir hlaup og svo 5 í hlaupinu.
Drakk á hverri vatnsstöð vatn og orku þar sem það var í boði.

Þakkir:
 T-mark fyrir stuðninginn. Erum með frábærar vörur, allt frá næringu og drykkjar búnaði upp í mjög góðan compression fatnað. GU energy gelið er frábært og það besta sem ég hef smakkað, óendanlega margar bragðtegundir og mjög gott í maga. CW-X fatnaður sem virkar mjög vel og ég er sannfærður um að compression fatnaður hjálpi til við að minnka vöðva þreytu í svona löngum hlaupum.
Að öðru vil ég þakka fólkinu í kringum mig fyrir að þola þessi endalausu hlaup. Anna og strákarnir fyrst og fremst, frábært að hafa Önnu með í svona undirbúningi og ganga í gegnum þetta saman. Auðvitað fá ömmurnar og afarnir líka miklar þakkir fyrir að vera mjög dugleg að passa strákana svo maður komist út að hlaupa í tíma og ótíma.

Strava info:


Takk fyrir mig
Örvar