Í WC í Laugum. Fyrsta skipti sem ég kem þangað og viss upplifun að labba þarna inn í fyrsta skipti.
Æfing hjá Hlaupafjelaginu og voru einhver 7 mættir. Á dagskrá voru 20x(30" hratt m 10% halla; 30" hvíld).
Byrjaði á 15 km/klst í hraða og fór svo upp í 15,2 km/klst áður en ég fór aftur niður í 15 km/klst.
Frekar erfið æfing og réð ég ekki við að auka hraðann ein og flestir gerðu. Kemur vonandi hægt og rólega með forminu.
Púlsinn hár og fór lítið niður í hvíldinni milli spretta, sérstaklega í lokin.
Góð æfing sem væri mun erfiðari ef maður hefði ekki verið í svona góðum hóp. Létt upphitun um 6 mín og svo 4 km rúll eftir æfingu.
8 km á 45 mín.