
Vorum komin uppá hótel um 18 eftir mikla bið á flugvellinum eftir töskunum okkar. Ítalar eru mjög svo hægvirkir í ölu sem tengist þjónustu Ég, Anna og nokkrir aðrir förum svo að fá okkur að borða á pizzeriu nálægt hótelinu. Eftir það tökum við lestina niður að Piazza Papolo og fórum þaðan að Spænsku tröppunum. Þaðan var svo labbað fram og til baka í hverfinu þar rétt hjá en það gekk mjög erfiðlega að finna stað til að setjast niður á og fá sér bjór og ís. Enda kom það í ljós seinna að við vorum ekki í nógu góðu hverfi til að finna aðal veitingastaðina.
Föstudagur
Þá var farið að skoða Kólosseum, Forum Romanum og Kapitolhæðina. Það var mjög gott veður og frábært að skoða allar þessar forminjar. Það var mjög gaman að sjá loksins Kólosseum og alveg magnað að þetta mannvirki hafi verið byggt 70 e. kr. Frá Kólosseum var labbað í gegnum Forum Romanum sem eru fornminjar af gömlu rómversku byggðinni og er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan var farið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Allt mjög flott. Eftir það var gengið í gegnum Feneyjartorg, farið að skoða Panþeon og Navónatorg .
Bendi áhugasömum um að kíkja á heimsíðuna www.romarvefurinn.is
Loksins var svo fengið sér að borða og svo var tekin ‘hardcore’ búðarráp eftir það. Um kvöldið förum við svo tvö út að borða á Il Cantuccio sem er flottur staður þar sem myndir af frægum gestum staðarins hanga uppá vegg. Ágætis pasta þar á ferð en maturinn í Róm var nú ekki upp á marga fiska.
Laugardagur
Á laugardaginn var svo farið í Vatikansafnið, Sixtínska kapellan og Péturskirkjan. Dagurinn byrjaði á því að standa í klukkustundar langri röð og svo komast maður inn að sjá Vatikanið. Fullt fullt af fróðleik og gaman að sjá öll þessi listaverk og ferðin endaði á Péturskirkju sem var alveg hreint mögnuð. Michelangelo er greinilega mikill snillingur og verkin í Sixtínsku kapellunni voru mögnuð.
Um kvöldið var svo árshátíð Línuhönnunar sem fór fram í gömlum kastala klukkustund frá Róm. Þar var boðið upp á gamlan ítalskan mat og var mjög gaman.
Sunnudagur
Sunnudagurinn fór svo í að labba um götur Rómar enda er þessi borg eitt stórt listaverk, farið í búðir og annað. Ég, Anna, Jón Haukur, Margrét og eitt annað par fórum svo að borða á skemmtilegum ítölskum stað um kvöldið og var setið á þeim stað allt kvöldið.
Mánudagurinn
Það verður alltaf eitthvað hálf lítið úr heimferðar deginum og það var svo sem í þessu tilviki. Fórum yfir Tíber, sem er á sem gengur í gegnum róm, og skoðuðum brýrnar þar yfir og einnig Engilsborg, sem er kastali. Þá eyddi maður restinni af deginum í búðum og öðru þrammi. En mikið af búðum er lokaðar og sunnudögum og mánudögum. Um 16 var svo farið útá flugvöll og var maður kominn heim til gamla góða íslands um 1:30 um nóttina.
Róm er mjög skemmtileg borg og þetta er ein þeirra borga sem allir verða að heimsækja alla veganna einu sinni á ævinni.