10.11.04

Ferðasaga

Fimmtudagur
Vorum komin uppá hótel um 18 eftir mikla bið á flugvellinum eftir töskunum okkar. Ítalar eru mjög svo hægvirkir í ölu sem tengist þjónustu Ég, Anna og nokkrir aðrir förum svo að fá okkur að borða á pizzeriu nálægt hótelinu. Eftir það tökum við lestina niður að Piazza Papolo og fórum þaðan að Spænsku tröppunum. Þaðan var svo labbað fram og til baka í hverfinu þar rétt hjá en það gekk mjög erfiðlega að finna stað til að setjast niður á og fá sér bjór og ís. Enda kom það í ljós seinna að við vorum ekki í nógu góðu hverfi til að finna aðal veitingastaðina.

Föstudagur
Þá var farið að skoða Kólosseum, Forum Romanum og Kapitolhæðina. Það var mjög gott veður og frábært að skoða allar þessar forminjar. Það var mjög gaman að sjá loksins Kólosseum og alveg magnað að þetta mannvirki hafi verið byggt 70 e. kr. Frá Kólosseum var labbað í gegnum Forum Romanum sem eru fornminjar af gömlu rómversku byggðinni og er eitt stærsta fornleifasafn heims og allt utanhúss. Þaðan var farið upp á Kapitolhæð þar sem m.a. ráðhús Rómar stendur í dag. Allt mjög flott. Eftir það var gengið í gegnum Feneyjartorg, farið að skoða Panþeon og Navónatorg .
Bendi áhugasömum um að kíkja á heimsíðuna www.romarvefurinn.is

Loksins var svo fengið sér að borða og svo var tekin ‘hardcore’ búðarráp eftir það. Um kvöldið förum við svo tvö út að borða á Il Cantuccio sem er flottur staður þar sem myndir af frægum gestum staðarins hanga uppá vegg. Ágætis pasta þar á ferð en maturinn í Róm var nú ekki upp á marga fiska.

Laugardagur
Á laugardaginn var svo farið í Vatikansafnið, Sixtínska kapellan og Péturskirkjan. Dagurinn byrjaði á því að standa í klukkustundar langri röð og svo komast maður inn að sjá Vatikanið. Fullt fullt af fróðleik og gaman að sjá öll þessi listaverk og ferðin endaði á Péturskirkju sem var alveg hreint mögnuð. Michelangelo er greinilega mikill snillingur og verkin í Sixtínsku kapellunni voru mögnuð.
Um kvöldið var svo árshátíð Línuhönnunar sem fór fram í gömlum kastala klukkustund frá Róm. Þar var boðið upp á gamlan ítalskan mat og var mjög gaman.

Sunnudagur
Sunnudagurinn fór svo í að labba um götur Rómar enda er þessi borg eitt stórt listaverk, farið í búðir og annað. Ég, Anna, Jón Haukur, Margrét og eitt annað par fórum svo að borða á skemmtilegum ítölskum stað um kvöldið og var setið á þeim stað allt kvöldið.

Mánudagurinn
Það verður alltaf eitthvað hálf lítið úr heimferðar deginum og það var svo sem í þessu tilviki. Fórum yfir Tíber, sem er á sem gengur í gegnum róm, og skoðuðum brýrnar þar yfir og einnig Engilsborg, sem er kastali. Þá eyddi maður restinni af deginum í búðum og öðru þrammi. En mikið af búðum er lokaðar og sunnudögum og mánudögum. Um 16 var svo farið útá flugvöll og var maður kominn heim til gamla góða íslands um 1:30 um nóttina.

Róm er mjög skemmtileg borg og þetta er ein þeirra borga sem allir verða að heimsækja alla veganna einu sinni á ævinni.

7.11.04

ROMA

Bara smà kvedja fra okkur i Rom. Buid ad vera rugl gott vedur, ekki svona heitt i november i 140 ar, en nu er adeins byrjad ad rigna, gerir ekkert til. Buin ad sja allt thad helsta og nu er verid ad skoda i budir.
Tjà

3.11.04

I lettori di mattina buoni

Örvar va alla Rom in 24 ore...

...nauðsynlegt að fara út og tékka á hvaða straumar eru í tískunni til að hjálpa landanum í að vera töff. Á föstudaginn verður farið á slóðir 'Gladiator' og skoðað Kólosseum og einnig Forum Romanum og Capitol hæð. Á laugardaginn verður svo menningin / trúin tekin og þá verður farið að sjá Vatikansafnið og Péturskirkju. Svo um kvöldið verður árshátíð Línuhönnunar. Sem verður örugglega snilld. Svo var spurning hvort maður færi á leik á sunnudeginum en það virðist nú ekki stefna í það, enda ekkert sérlega áhugaverður leikur, Lazio vs. Siena á Stadio Olimpico.
Alla veganna gaman að fara út svona um haust.

Annars lítur út fyrir að Georg Runni sé að vinna þetta í Bandaríkjunum. Alveg magnað hvað kaninn getur verið vitlaust.

Ringraziarla e buono ciao per adesso

2.11.04

Svalur...


Djöfull voru menn svalir 'back in the days'. Ef þessi fer með buxurnar eitthvað hærra nær hann að bróka sjálfan sig yfir haus, og geri aðrir betur...

1.11.04

Róm...

...eftir 72 klst.

Það fer að styttast í Róm og eina sem ég kann í ítölsku er 'Buongiorno, Principessa!' sem mun nú ekki nýtast mér neitt svakalega vel þarna úti, nema kannski hjá Önnu en hún skilur íslensku...

Málarar...

Þá er maður búinn að mála pleisið. Var búinn að undirbúa þetta í vikunni með að pússa veggi, spasla yfir sprungur og pússa veggi aftur og kítta í sprungur og....svo var klárað að mála í gær og var ég búinn að þrífa um kl. 00:00. Ekkert smá ánægður að þetta sé búið og gert. Herbergið verður svo tekið fyrir Jól..

Annars fór ég í heimsókn til Jim Bob á laugardagskvöldið og var spilað RISK með betri helmingunum. Ég var búinn að gleyma því hvað þetta er skemmtilegt spil. Leikar voru mjög spennandi og á einum tímapunkti voru allir heimsálfur í eign einhvers í spilinu. Magnað. Annars endaði þetta með því að Örlið vann, enda mikil herkænska í þeim herbúðum. Náði að vinna Ástralíu, Suður-Ameríku og Evrópu. Þannig að nú þarf maður að fara spila RISK oftar.

29.10.04

If You Wanna Be Happy

Snilldar hrekkur væri að lauma laginu 'If You Wanna Be Happy' með Jimmy Soul á 'Playlista' í brúðkaupi hjá vini sínum. Það myndi vekja miklu lukku...nema kannski hjá Brúðinni

Hérna er eitt erindi úr laginu:
'If you wanna be happy for the rest of your life
Never make a pretty woman your wife
So for my personal point of view
Get an ugly girl to marry you'

Mæli með að menn tékki á þessu lagi. Og Gummi Árna má fara að vara sig :)

21.9.04

Góð helgi

Skemmtileg helgi að baki og komin ný vika, svona ef þið vissuð það ekki og hélduð að það væri ennþá sunnudagur. Horfði á 50 First Dates á föstudaginn og var hún bara nokkuð góð. **1/2 Örlish á hana. Á laugardaginn var það bústaðurinn. Ekkert smá gott að komast í smá smíðavinnu frá inniverunni í vinnunni. Ég og pabbi kláruðum þakið á litla bústaðinum og svo var það bara grill og chill hjá mér og Önnu um kvöldið. Fórum svo einn hring á Þórisstöðum á sunnudeginum. Ég fór á 55 höggum sem er 10 betra en seinast en Anna fór á 70 sem var sama skor og hún náði í Hvammsmótinu. Við spiluðum á rauðum teigum í þetta skiptið. Ég var samt mjög ánægður með leik minn.

Svo var það utandeildin á sunnudagskvöldið. TLC vann Strumpana 5-1 og eru því komnir í undanúrslit á móti Elliða. Við unnum okkar riðil og mætum því liðinu í öðru sæti í hinum riðlinum. Hvíti Riddarinn og CCCP mætast í hinum leiknum. Hvet alla til að mæta og horfa á stórleik í utandeildinni á Ásvöllum kl. 19:30 á morgun.

17.9.04

Utandeildin...

Var að spila í gær með TLC og náði að spila heilan leik. Löppin í fínu lagi og algjör snilld að ná svona í lok tímabilsins. Leikurinn endaði 2-2 og er TLC í góðri stöðu fyrir seinasta leik úrslitariðilsins.

Annars er lítið ákveðið með helgina. Gæti verið að maður fari upp í bústað að vinna og kannski kíki í golf ef veður leyfir.

16.9.04

TLC...LFC

Eitthvað voðalega lélegur að uppfæra þessa dagana, hef svo sem ekkert merkilegt að segja og þá er víst best að þegja en hér kemur svona smá.

Fáni Stef er búinn að skamma mig svo mikið fyrir að nota upphrópunarmerki svo mikið að ég varð að hætta nota það til að forðast líkamsmeiðingar.

Annars er það bara TLC sem er aðal málið um þessar mundir. Erum komnir í úrslitakeppnina í Utandeildinni og ég er búinn að vera duglegur að skrifa þar...þannig að tékkið frekar á þeirri síðu. Stórleikur í kvöld, TLC tekur á móti Hvíta Riddaranum sem eru núverandi meistarar í Utandeildinni. Leikurinn er á Ásvelli í Hafnarfirði og byrjar hann kl. 19:30

Djöfull var Liverpool magnaðir í gær, jeeee

9.9.04

1.000?

Jæja hver verður nr. 1.000 að skoða síðuna? Vegleg verðlaun í boði...

Ken Park

Ég fór að sjá Ken Park á Indí dögum í Háskólabíói á laugardaginn. Þórarinn Þórarinsson skrifaði um myndina í Fréttablaðinu í dag og ég var bara nokkuð sammála kauða þannig að ég ætla að leyfa honum að fjalla um þessa mynd. Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistarkreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða.

Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndinni þjóni öðrum tilgangi en að ganga fr m af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg.

Mér fannst bara helvíti gaman af þessari mynd, eins og Þórarinn segir þá voru sum atriðin bara til að hneyksla og sum atriðin voru hreint út sagt drep fyndin.
Ken Park fær 3 Örlish!

7.9.04

Intolerable Cruelty

Horfið á Intolerable Cruelty á föstudaginn. Þessi mynd er eftir Coen bræðurnar sem hafa gert snilldar verk eins og Big Lebowski O Brother, Where Art Thou? og Fargo. Þannig að vitandi það að þeir bræður gerðu þessa mynd, stórar stjörnur (George Clooney og Zeta-Jones) léku í henni og með nokkrar snillinga inná milli (Geoffrey Rush og Billy Bob Thornton) þá stóð hún ekki alveg undir væntingum. Ekki alveg nógu ánægður með hana, söguþráðurinn frekar hægur og lítið um að vera.
Intolerable Cruelty fær 2 Örlish!

6.9.04

MSN nöfn

Það er óþolandi að menn geta ekki drullast til að hafa sín réttu nöfn á msn. Ok, allt í lagi að breyta nafninu í eitthvað sniðugt af og til en sumir sem eru með nýtt nafn í hverri viku eða á hverjum degi, sem er náttúrulega bara fuuucked up.
Hérna eru nokkur dæmi um "sniðug" msn nöfn sem eru logguð á msn hjá mér í dag:
Better not fuck with Souness!
SHROONEY
Gylfi Einars
Fann bláan M&M poka og er glaður
The pink lady
I am Sekk - Day tired
F@boy, Estimated time remaining... 6 minutes

Sum nöfnin eru nú samt ok út af þau heita alltaf sama...En hvað finnst ykkur verst! Held að fyrir mitt leyti vinnur Halli með Fann bláan M&M.... Til hamingju með það!

Bara svona smá pirringur dagsins!

Landsleikur og Hvammsmót

Við strákarnir fórum á Ísland - Búlgaría á laugardaginn. Við fórum 15 saman og hittungur var heima hjá Jim Bob og var komin sæmileg stemmning í hópinn fyrir leikinn. John Heynz var að fara sinn fyrsta leik, hélt reyndar að hann var að fara á Ísland - Belgía en það gerir nú ekkert til. Fínt fótboltaveður, logn og rigning og allt stemmdi í góðan dag en hann sú varð nú ekki raunin. Ömurlegur leikur og ekki einusinni fullur völlur.
Þegar KSÍ nær að selja 20.000 manns inná vináttuleik með því að auglýsa og gefa miða endalaust þá hafa þeir miðaverðið á mjög mikilvægan heimaleik 3500 kr. sem er náttúrulega bara brjálæði þegar maður á að horfa á þessa hörmung sem leikurinn var.
Landsleikurinn Ísland - Búlgaría fær * Örlish

Á sunnudaginn var það svo hið árlega Hvammsmót sem er fjölskyldumót sem fjölskyldan í V15 stendur fyrir. Leikið er á Þórisstöðum í Svínadalnum í Hvalfirði og voru vallaraðsætður ekki upp á það besta þar sem skýfall var rétt áður en keppendur hófu leika og var því völlurinn mjög blautur. En alltaf gaman að taka þátt í mótinu þó svo að árangurinn hjá mér hefur nú eitthvað látið á sér standa þessi 3 ár sem ég hef tekið þátt. Ég fór á 65 höggum en Anna hélt uppi heiðri H23 gengisins og lenti nú í öðru sæti.
Hvammsmótið fær ** Örlish