6.9.04

Landsleikur og Hvammsmót

Við strákarnir fórum á Ísland - Búlgaría á laugardaginn. Við fórum 15 saman og hittungur var heima hjá Jim Bob og var komin sæmileg stemmning í hópinn fyrir leikinn. John Heynz var að fara sinn fyrsta leik, hélt reyndar að hann var að fara á Ísland - Belgía en það gerir nú ekkert til. Fínt fótboltaveður, logn og rigning og allt stemmdi í góðan dag en hann sú varð nú ekki raunin. Ömurlegur leikur og ekki einusinni fullur völlur.
Þegar KSÍ nær að selja 20.000 manns inná vináttuleik með því að auglýsa og gefa miða endalaust þá hafa þeir miðaverðið á mjög mikilvægan heimaleik 3500 kr. sem er náttúrulega bara brjálæði þegar maður á að horfa á þessa hörmung sem leikurinn var.
Landsleikurinn Ísland - Búlgaría fær * Örlish

Á sunnudaginn var það svo hið árlega Hvammsmót sem er fjölskyldumót sem fjölskyldan í V15 stendur fyrir. Leikið er á Þórisstöðum í Svínadalnum í Hvalfirði og voru vallaraðsætður ekki upp á það besta þar sem skýfall var rétt áður en keppendur hófu leika og var því völlurinn mjög blautur. En alltaf gaman að taka þátt í mótinu þó svo að árangurinn hjá mér hefur nú eitthvað látið á sér standa þessi 3 ár sem ég hef tekið þátt. Ég fór á 65 höggum en Anna hélt uppi heiðri H23 gengisins og lenti nú í öðru sæti.
Hvammsmótið fær ** Örlish

Engin ummæli: