11.3.04

Jet...

...er Áströlsk hljómsveit sem var stofnuð í Melbourne rétt eftir aldamótin. Þeir Cameron Muncey (söngur/gítar), Nic Cester (gítar), Chris Cester (trommur) og Mark Wilson (Bassi) eru melimir Jet. Þeir gáfu sjálfir út stuttskífuna Dirty Sweet 2002 og inniheldur hún 4 lög. Svo kom út fyrsta breiðskífa þeirra Get Born 2003. Hún inniheldur öll lögin sem voru áður á stuttskífunni en frægasta lagið af skífunni er án efa lagið Are You Gonna Be My Girl eða Vodafone lagið eins og sumir kalla það því þeir slógu fyrst í gegn þegar það lag fór í spilun í auglýsingu Vodafone.

...Örvar Steingrímsson var að vinna Get Born geisladiskinn á Xinu og er það mjög góð skemmtun! Þannig að fyrsti diskurinn á árinu er kominn í hús, takk takk!

...Örlish addicted!

10.3.04

Þetta er svindl...

...að maður má ekki borða nammi, snakk og drekka gos án þess að blása út eins og einhver tívolíblaðra!

J-Lo rassinn farinn og má ekki koma aftur þess vegna er ég hættur í kvöldsnarlinu og að drekka gos! Er reyndar að spá hvort að kvöldsnarl og gos sé leyfilegt um helgar! Ég er ekki búinn að borða nammi í næstum því tvö ár og um leið og maður byrjar að drekka gos og detta í smá snakk þá byrjar maður að fitna aftur. Þó svo að maður hafi ekki verið duglegur í ræktinni undanfarið þá þýðir það ekki að ég sé ekki að hreyfa mig, því ég er að minnstakosti tvisvar í viku í fótbolta!

Þetta er bara djöfulsins mismunun að sumir geta borðað það sem þeir viljað og ekki hreyft sig baun (Ívar?) og samt verið eins og beinagrind! Ég fer í mál við Guð!

Örlish fitubolla!

9.3.04

nýjar myndir...

...komnar inn. Var að setja myndir fá afmælinu hans Gísla, Útskriftinni minni og svo matarboðinu hjá Kareni & Kalla. Þetta er allt hér! Sumt er undir Örvar annað er undir Fjölskyldan!

...þetta var allt tekið á myndavélina mína og Önnu en það er Canon S400 myndavél, skoðið hana hér!

ekki leiðinlegt..

...þegar svona hljómsveitir koma til Íslands. Fyrst ber að nefna:
Sykurskvísurnar eða Sugababes sem koma 8. apríl
Kraftwerk 3. maí
Pixies 26. maí
Korn 30. og 31. maí
Placebo 7. júlí
Pink 10. ágúst
...þetta er algjör snilld! Reikna með að fara á Pixies, Korn og Placebo, væri svo sem til í að sjá Kraftwerk og Pink en ætli það fái ekki að bíða aðeins!

8.3.04

talað í vindinn...

...gæti Windtalkers heitið á íslensku! Búinn að eiga þessa á tölvunni lengi og horfði loksins á hana í gær. Ekkert sérlega góð mynd, bara svona þessi týpíska hermynd þar sem allt er sprengt í tætlur! John Woo leikstýrir en hann er mjög góður í að leikstýra bardagamyndum enda voru bardaga- og sprengjuatriðin mjög góð en ekki nægilega til að halda myndinni upp. Þá er söguþráðurinn hálf lélegur og svo er náttúrulega Nicolas Cage sem fer með aðalhlutverk en hann hefur farið nett í taugarnar á mér eftir að hann lék í hinni eftirminnilegu Con Air þar sem hann átti eina merkustu setningu kvikmyndasögurnnar eða "Put the bunny back in the box". Hann var samt góður í Adaptation enda var hann þá ekki að reyna að vera hasarmyndaleikari!

...Windtalkers fær *1/2 örlish, innihaldslausa mynd með smá sprengingum!

ekki hundi út sigandi...

...en þurfti víst samt að fara út með hundinn í gær! Þá á að banna þetta, vera með svona ógeðslegt veður í byrjun mars þegar það á að vera snjór en ekki rok og rigning! Það er alveg hætt að koma vetur, skil þetta ekki! Bráðum fer örugglega að hætta að koma sumar líka þannig að eftir stendur bara haust og vor. Væri einnig fínt ef vorið kæmi ekki heldur þannig að það verður bara haust! Rok og rigning allt árið, það væri frábært!

loksins vísó...

...hjá Línuhönnun. Fór loksins í vísó á föstudaginn, það var komin tími til enda var maður ekki búinn að fara í vísó í tæpt ár! Í þetta skiptið var maður hinum megin við borðið því Naglarnir komu í heimsókn til okkar á Línuhönnun! Gaman að fá þau í heimsókn og ekki var verra að fá sér nokkra bjóra eftir vinnu, bara ef þetta væri svona á hverjum föstudegi! Myndir úr ferðinni eru hér, en ég var því miður ekki nægilega fýsilegt myndefni!

...ég og Anna fórum svo í matarboð á Álftarnesi á laugardaginn til Karenar og Kalla og var það bara mjög fínt, góður matur og rauðvín og bjór. Fórum svo heim þegar Kalla var mættur með Ferrari húfana sína og tilbúinn að fara horfa á Formúluna um kl. 3. Set myndir inn á morgun!

5.3.04

Down with Love...

...með Renée Zellweger og Ewan McGregor. Ég bjóst nú við einhverri hörmung en sem betur fer þá var þetta bara ágætis mynd. Oftast er það þannig með Trailer-a að einhver ömurleg mynd er gerð áhugaverð en í þetta skipti er það öfugt! Fannst þessi trailer frekar lélegur og bjóst þess vegna við sleppri mynd en eins og ég sagði áðan var þetta skít sæmileg mynd. Söguþráður góður og góðir og skemmtilegir leikarar. Sem sagt ef þú ert rómantískum gamanmynda hugleiðingum þá er þessi mynd betri en margar aðrar, án þess að nefna einhver dæmi!

...þrátt fyrir ágæta mynd er þetta nú ekkert meistaraverk og er því alveg í miðjunni á örlishunum og fær því Down with Love **örlish!

16.2.04

eitthvað latur...

...að blogga, ætla þess vegna að taka smá frí frá þessu. Byrja aftur í mars.

Kveðja Drekinn :)

10.2.04

æðislegt...

...að komast ekki til Akureyrar á skíði þegar maður var búinn að hlakka til alla vikuna! Annars bara nokkuð skemmtilegur bíltúr hjá mér, Kidda og Önnu upp að Bifröst og til baka! Sem betur fer komumst við ekki yfir Holtavörðuheiðina því þá hefðu við þurft að gista þar!

...þegar var komið í bæin var svo sem ekki mikil stemmning þannig að það var farið á Pizza Hut og chillað yfir USA Ædol, enginn William Hung núna!

...fór á Big Fish á laugardaginn og var hún alveg þrusu góð! Skemmtileg saga og virkaði bara mjög vel á mig! Komst ekki hjá því að hugsa um Hinna þegar ég sá myndina en þið verðið bara að sjá hana til að fatta það!
Big Fish fær ***örlish

6.2.04

Bið að heilsa...

...er að fara eftir ca. 3 tíma norður að hitta Hinna og skella mér á skíði með Önnu og Kidda! Smá hálka á leiðinni en það stoppar ekki neinn! Annars er nóg af snjó og verður fínt veður!

5.2.04

Myndir...

...úr matarklúbbnum hjá Gumma Sverris eru komnar á veraldarvefinn! Þið getið séð þær hér eða bara kíkt í myndir hérna vinstra megin.

...annars bara hress og farinn að hlakka til Akureyrar! Hinni segir að það sé allt fullt af snjó og veður spáin er bara nokkuð góð þó svo að það eigi að vera nokkuð kalt!

4.2.04

Akureyri...

...her komme jeg! I'm talkin' about a place where the beer flows like wine, where the women instinctively flock like the salmon of Capistrano. I'm talkin' about Akureyri. Hmmm, California! Beautiful!

...já stefnan tekin til Hinna á skíði á Akureyri.

120 GB...

...komin í hús og byrjuð að mala! Keypti mér Western Digital 120 GB með 8 MB Buffer fyrir þá sem skilja mig! Það er alveg merkilegt að sama hvað maður er með mikið pláss á tölvunni hjá sér að alltaf nær maður að fylla það! Man fyrst var maður með 2 GB disk á gömlu tölvunni okkar í H23 svo fékk ég leifar af gömlu tölvunni hans Jóns Hauks brósa og þá voru það heil 4 GB en svo kom alvöru stökk þegar ég keypti mér svo 60 GB disk og núna er ég búinn að tvöfalda það og held náttúrulega gamla 60 GB diskinum!

...ekki dæma mig mig langaði bara að deila þessu með ykkur!

...svo er bara tvíhöfði bara mættur aftur! Er það ekki bara fínt? Held að þeim hafi nú bara ekkert veitt af þessari hvíld frá sviðsljósinu!

...svo komst Middlesbrough í úrslit í deildarbikarnum í gær og var það mjög gaman að sjá Arsenal detta út og einnig var gaman að því að nýja stórstjarnan skoraði sjálfsmark í fyrsta leiknum sínum! Ekki slæmt það!

2.2.04

Afmæli...

...Mamma (Guðrún Jónsdóttir) er 53 ára í dag og óska ég henni til hamingju með það! Þá átti Silla 25 ára afmæli á laugardaginn og óska ég henni líka til hamingju með það, þó svo að ég sé búinn að óska þeim til hamingju þá vildi ég nú bara deila þessu með ykkur!

...já annars var maður bara frekar slappur um helgina! Fór samt ásamt nokkrum útvöldum í afmæli til Sillu á laugardaginn og var það bara mjög gaman þó svo maður hafi látið Bakkus vera! Svo var það bara afmæli hjá henni móður minni í gærkvöldi!

...horfið á Dark City á föstudaginn og fannst mér hún helvíti góð. Þessi mynd vakti fyrst áhuga minn þegar The Matrix var líkt við hana, þeas mörgum atriðum og myndtöku og annað. Þessi mynd kom út 1998 og fór frekar lítið fyrir henni þá en þetta er svona Sci-Fi mynd.
Dark City fær *** örlish

...svo er það mál málana í dag! Jibbííííi fyrir sjónvarpsnördin! Survivor All-Stars og CSI er að byrja í kvöld, loksins eitthvað að horfa á Skjá einum, og jú Everybody Loves Raymond byrjaði líka í gær þannig að allt er á uppleið í TV heiminum mínum!