7.3.02

Skíðaferð

Fór í skíðaferð til Akureyrar um helgina.

Veðrið var ekki nógu gott, þannig að á laugardeginum var farið á gönguskíði og svo skellt sér til Dalvíkur á skíði. Það var ekki nema 25 m/s í Hlíðarfjalli á laugardeginum.
Á sunnudeginum var gott veður niðri í bæ, en frekar slæmt upp á fjalli. Komst í tvær ferðir með Fjarkanum og svo bilaði hann og ég var fastur upp í lyftu í 30 mín í skíta kulda. Þá var restin af deginum tekin í diskalyftunni og svo brunað heim. Horft var á Lord of the Rings á leiðinni heim. Sem sagt svaka fjör.

Engin ummæli: