Á föstudaginn langa var farið í alvöru norskan "ut på tur" upp í Estenstadmarka. Anna var reyndar að vinna en ég og Kári skelltum okkur með 3 öðrum fjölskyldum upp í Estenstadmarka sem er eitt af mörgum útivistarsvæðum Þrándheims. Kveikt var í báli, grillaðar innbakaðar pylsur sem heppnuðust mis vel og drukkið kakó. Allir skemmtu sér mjög vel í glampandi sól og frábæru veðri. Eftir matinn var svo farið í píslargöngu í leiðsögn Stebbi sem ætlaði með okkur í smá göngutúr, "aðeins lengra en við komum". Ég hafði mjög gaman af þessu en flestir af yngri kynslóðinni voru orðin örlítið þreytt í lokin.
Um kvöldið hittust svo allir hjá Steinan fjölskyldunni og var haldið sameiginlegt páska matarboð. Borðaður var góður matur, drukkið og spjallað frameftir kvöldi. Mjög skemmtilegt allt saman.
Upphaflega átti laugardagurinn að vera svona slappa af dagur en það endaði svo með fullri dagskrá. Um morguninn var farið í göngutúr upp til Voll gård sem er opin bóndabær, þar voru öll dýrin úti og Kári hafði mjög gaman að skoða þau. Kindur, beljur, naut, geitur, hænur, hanar, kanína og sleðahundur voru á meðal dýranna í Voll. En svo var líka villi svín og ég er ekki í vafa um að þarna var á ferð eitt allra ljótasta dýr sem ég hef á ævinni minnis séð (sjá á ljósmyndasíðunni).
Seinni part dags var svo notaður í miklar snjóþotu og sleða æfingar þar sem foreldrarnir skemmtu sér ekki síður en Kári.

Á páskadag var farið í skíðaferð til Storlien í Svíþjóð. Þetta er ekta landamæra bær þar sem er ca. ein búð þar sem norðmenn koma til að versla. Í seinustu búðarferð tóku við eftir því að þetta gæti verið áhugavert skíðasvæði og því var ákveðið að prufa eitthvað nýtt og skella sér á vit ævintýrana (segi svona). Enn og aftur var alveg glampandi sól en í þetta skiptið var nokkuð kalt eða -15°C þegar við renndum í hlað. Við létum það ekki aftra okkur og skíðað var allan daginn, Kári var meira að segja á bakinu á mér fyrri part dags eða þangað til við fórum í mat. Ekkert smá gaman hjá honum þó svo að kuldinn hafi alveg bitið mann í kinnarnar, "meira meira" var eina sem maður heyrði þegar við komum niður.
Eftir góðan skíðadag var ferðin auðvitað notuð til að versla í Storlien (alveg eðlilegt). Í páskamatinn var svo öllu tjaldað til ala Anna. Frábær kalkúna bringa (sem keypt var í seinustu Storlien ferð) í aðalrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Semsagt frábær páskadagur hjá okkur hérna í Norge.
Í dag var svo mannskapurinn eitthvað þreyttur og hætt var við planlagða sundferð. Förum svo í mat til Kristin, Haakon og Ola og við vorum mætt til þeirra á slaginu fjögur því þá borða norðmenn middag. Í matinn var ekta norskur matur eða kjötbollur með kartöflum, mjög gott allt saman. Ola og Kári voru svo í miklu stuði hlaupandi og hoppandi um alla íbúðina svona milli þess að vera að rífast um flotta traktorinn hans Ola.
Frábærir páskar að baki og nú þarf maður að fara svitna aftur yfir þessu blessaða meistaraverkefni.
En fullt af myndum komnar á netið þar sem fólk getur rennt í gegnum þetta allt saman:
2008 - Páskar