Sýnir færslur með efnisorðinu Skíði. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Skíði. Sýna allar færslur

24.3.08

Páskar

Páskarnir eru búnir að vera alveg frábærir. Ég og Kári fórum í páskafrí á miðvikudaginn en Anna var að vinna þangað til um helgina. Það var frí á leikskólanum hans Kára á miðvikudaginn þannig að maður var neyddur í páskafrí einum degi fyrr en vanalega. Ég og Kári vorum duglegir á miðvikudag og fimmtudag að fara út á snjóþotu, út á róló eða í göngutúr um hverfið. Ekkert mál að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera þegar veðrið er svona fínt.

Allir að grilla pylsur í "ut på tur" í Estenstadmarka (21.03.2008)

Á föstudaginn langa var farið í alvöru norskan "ut på tur" upp í Estenstadmarka. Anna var reyndar að vinna en ég og Kári skelltum okkur með 3 öðrum fjölskyldum upp í Estenstadmarka sem er eitt af mörgum útivistarsvæðum Þrándheims. Kveikt var í báli, grillaðar innbakaðar pylsur sem heppnuðust mis vel og drukkið kakó. Allir skemmtu sér mjög vel í glampandi sól og frábæru veðri. Eftir matinn var svo farið í píslargöngu í leiðsögn Stebbi sem ætlaði með okkur í smá göngutúr, "aðeins lengra en við komum". Ég hafði mjög gaman af þessu en flestir af yngri kynslóðinni voru orðin örlítið þreytt í lokin.
Um kvöldið hittust svo allir hjá Steinan fjölskyldunni og var haldið sameiginlegt páska matarboð. Borðaður var góður matur, drukkið og spjallað frameftir kvöldi. Mjög skemmtilegt allt saman.

Anna og Kári að skoða dýrin í Voll Gård (22.03.2008)

Upphaflega átti laugardagurinn að vera svona slappa af dagur en það endaði svo með fullri dagskrá. Um morguninn var farið í göngutúr upp til Voll gård sem er opin bóndabær, þar voru öll dýrin úti og Kári hafði mjög gaman að skoða þau. Kindur, beljur, naut, geitur, hænur, hanar, kanína og sleðahundur voru á meðal dýranna í Voll. En svo var líka villi svín og ég er ekki í vafa um að þarna var á ferð eitt allra ljótasta dýr sem ég hef á ævinni minnis séð (sjá á ljósmyndasíðunni).
Ég og Kári á fullri ferð á Stiga sleða, ég áhyggjufullur á svip (22.03.2008)

Seinni part dags var svo notaður í miklar snjóþotu og sleða æfingar þar sem foreldrarnir skemmtu sér ekki síður en Kári.

Ég á stökkpallinum í Storlien, aðeins búið að eiga við staðreyndir í þessari mynd (23.03.2008)

Á páskadag var farið í skíðaferð til Storlien í Svíþjóð. Þetta er ekta landamæra bær þar sem er ca. ein búð þar sem norðmenn koma til að versla. Í seinustu búðarferð tóku við eftir því að þetta gæti verið áhugavert skíðasvæði og því var ákveðið að prufa eitthvað nýtt og skella sér á vit ævintýrana (segi svona). Enn og aftur var alveg glampandi sól en í þetta skiptið var nokkuð kalt eða -15°C þegar við renndum í hlað. Við létum það ekki aftra okkur og skíðað var allan daginn, Kári var meira að segja á bakinu á mér fyrri part dags eða þangað til við fórum í mat. Ekkert smá gaman hjá honum þó svo að kuldinn hafi alveg bitið mann í kinnarnar, "meira meira" var eina sem maður heyrði þegar við komum niður.
Eftir góðan skíðadag var ferðin auðvitað notuð til að versla í Storlien (alveg eðlilegt). Í páskamatinn var svo öllu tjaldað til ala Anna. Frábær kalkúna bringa (sem keypt var í seinustu Storlien ferð) í aðalrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Semsagt frábær páskadagur hjá okkur hérna í Norge.

Í dag var svo mannskapurinn eitthvað þreyttur og hætt var við planlagða sundferð. Förum svo í mat til Kristin, Haakon og Ola og við vorum mætt til þeirra á slaginu fjögur því þá borða norðmenn middag. Í matinn var ekta norskur matur eða kjötbollur með kartöflum, mjög gott allt saman. Ola og Kári voru svo í miklu stuði hlaupandi og hoppandi um alla íbúðina svona milli þess að vera að rífast um flotta traktorinn hans Ola.

Frábærir páskar að baki og nú þarf maður að fara svitna aftur yfir þessu blessaða meistaraverkefni.
En fullt af myndum komnar á netið þar sem fólk getur rennt í gegnum þetta allt saman:
2008 - Páskar

10.3.08

Sól, skíði og ut på tur

Kári, Kristin, Ola, Haakon og Anna í mat (07.03.2008)

Á föstudaginn buðum við vini Kára frá leikskólanum og fjölskyldunni hans í mat. Kári var búinn að vera heima sökum þess að hann tók upp á því að æla í rúmið sitt um nóttina og fór hann því ekki á leikskólann á föstudeginum, þó svo að heilsan hafi svo verið fín. Því var ákveðið að hætta ekki við matarboðið. Kári var búinn að vera tala um Ola vin sinn allan daginn var mjög glaður að sjá hver dinglaði á bjöllinni um kl. 17:30. Þeir léku sér mikið saman, hoppuðu í rúminu og borðuðu snakk og súkkúlaði köku, mikið fjör hjá þeim félögum og gaman að sjá hvað þeir eru góðir vinir. Þegar svona mikið stuð er á mannskapinu þá voru það ansi þreyttir vinir sem kváðu hvorn annan um 8.

Mikið stuð hjá Kára í lyftunni (08.03.2008)

Á laugardaginn var svo farið á skíði í ekkert smá flottu veðri, sól og um 5°C hiti. Kári fékk að prufa nýju skíðin sín og gekk það alveg ágætlega. Fórum ca. 4 ferðir í barnalyftunni og stóð minn maður ágætlega í lappirnar, honum fannst reyndar skemmtilegast að vera í lyftunni en það er annað mál. Svo fórum við eina ferð alveg uppá topp í barnalyftunni og eftir ca. hálfa ferð niður gafst Kári upp enda búinn að vera mjög duglegur að vera á skíðunum sínum.

Anna, Heiða og Krummi í góðu stuði upp í Vassfjellet (08.03.2008)

Krummi og Heiða komu með okkur uppeftir og það sem eftir var af deginum var notaðir í að skíða, stökkva, detta og hlæja mikið. Dagurinn var nýttur vel enda vorum við upp í fjalli frá ca. 10 til 16:30. Lofa myndum bráðlega þar sem kemur sérlega góð sería af Krumma reyna heljarstökk. Svo er hægt að finna myndir á fésbókinni hennar Heiðu af okkur Krumma reyna að "renna" á "rail-i", gekk ekkert sérlega vel og var mikið hlegið við þessar tilraunir.
Hérna ætti að vera linkur á myndirnar hennar Heiðu (veit ekki hvort að fólk þarf að vera skráð á facebook til að sjá þetta).
http://www.facebook.com/album.php?aid=41687&page=1&id=714490148

Haakon, Kritin, Ola, Anna og Kári ut på tur (09.03.2008)

Á sunnudaginn var svo farið í alvöru norskan "ut på tur" með Haakon, Kristin og Ola (sömu og voru í mat á föstudaginn). Við gegnum upp að einu af vötnunum í Estenstadmarka og þar var svo gerður varðeldur að norskum sið, svo var tekið uppá því að grilla innbakaðar pylsur og banana með súkkulaði. Algjör snilld að prufa að fara í alvöru norskan "ut på tur" og hvað þá að láta norsarana kenna sér fræðin. Aftur var mikið fjör hjá vinunum Ola og Kára og gaman að láta draga sig á snjóþotu og líka að fá að vera í burðarpokum á bakinu á foreldrum sínum, og auðvitað þurftu þeir alltaf að gera eins.
Anna yfirgrillari að grilla innbakaða pylsu í Estenstadmarka (09.03.2008)

Jæja þá er maður mættur í skólann og ætli það sé ekki best að koma sér í lærdóminn. Myndir komnar inná barnaland frá helginni og ég set myndir inn fljótlega, vonandi í kvöld.

5.3.08

Tóm leiðindi og skíði

Á mánudaginn var skipulagsdagur á leikskólanum og því frí fyrir börnin. Ætlaði ég mér að vera heima með Kára þar sem Anna var að fara að vinna.

Anna var því mætt á slaginu 7:30 í vinnuna bara til að uppgötva að hún ætti að vera á kvöldvakt, svo var hún föst í umferð á leiðinni "heim úr vinnunni" og var því ekki mætt heim fyrr en um 8:30, hressandi, já maður myndi halda það. Ekki nóg með það heldur þá tóku rúðuþurrkurnar á bílnum að bila (gerist stundum þegar fólk nennir ekki að skafa rúðurnar ;)) í mikilli snjókomu og í ofanálagi við þetta þá var mín búin að týna peningaveskinu sínu. Þetta náði mín að afreka fyrir klukkan 8:30 á mánudaginn, vikan byrjaði vel.

En svo kom minn til hjálpar. Byrjaði á að finna veskið hennar á kafi í barnavagninum, hafði verið þar frá því deginum á undan. Eftir það tók 2-3 klst viðgerð að koma rúðuþurrkunum aftur í lag. Hafðist á endanum. Maður er orðinn svo mikill vélvirki að bræður mínir og faðir mega fara að vara sig. Þannig að þetta fór allt vel að lokum en það var ein sem var í ekkert sérlega góðu skapi um kl. 8:31 þennan dag.

Vildi nú bara deila þessu með ykkur.

Ég gleymdi alltaf að segja frá því að fjölskyldan fjárfesti í skíðum handa yngsta fjölskyldumeðliminum á sunnudaginn. Keyptum notuð skíði af Vassfjellet skíðaleigunni og því drengurinn (rétt rúmlega eins og hálfs árs) orðinn stoltur skíðaeigandi.

Á mánudaginn var svo farið og keyptir skíðaskór á 70% afslætti og var þetta því allt hið besta mál. Anna þurfti reyndar að tuða í afgreiðslumanninum sem ætlaði ekki að selja henni skónna því þeir voru of stórir, en Anna náði að sannfæra hann um að þetta væri meira hugsað fyrir næsta ár (sem þeir eru).

Kári var mjög áhugasamur um skíðin á sunnudagskvöldið og einnig gekk vel með hann á skíðum í Lillehammer. Hins vegar voru gerðar tvær tilraunir á mánudaginn að fara með drenginn út á skíði og hvorug þeirra heppnaðist neitt sérlega vel. Þannig að um helgina verður aftur farið og athugað hvort að litli maðurinn vilji standa á skíðunum. Hérna eru myndir af óhamingjusömum skíðadreng (neðarlega).

Annars er ég búinn að setja fullt af myndum inná picasa ljósmyndasíðuna:
http://picasaweb.google.com/orvars

2.3.08

Skíði, bær & meiri skíði

Þá fer enn einni helginni að ljúka (skrifað á sunnudaginn og klárað í dag).

Á föstudagskvöldið fór ég ásamt Krumma upp í Vassfjellet og var skíðað í ca. 4 tíma. Stebbi lét svo sjá sig seinasta klukkutímann (plús ca. 20 mín). Nokkuð hart færi neðst eins og er oft í Vassfjellet en það var búið að snjóa fyrr um daginn þannig að efri hlutinn var góður.
Krummi er með 12 ára skíðaæfinga reynslu á bakinu og Stebbi var einnig að æfa skíði, ekki alveg sjor hvað lengi. Svona æfingaskíða guttar skíða allt öðruvísi en fólk almennt gerir, þeir eru meira fyrir að fara í stórsvigi niður brekkuna og ég var því yfirleitt síðastur niður. Ekki beint það sem ég er vanur, ekki taka því illa Anna ;).

Var svo að gæla við þá hugmynd að fara á hlaupaárs djamm með Krumma seinna á föstudagskvöldinu en lét það þó eiga sig. Endaði í staðinn upp í sófa með bjór og snakk og hafði það gott. Sá ekki eftir þeirri ákvörðun á laugardeginum enda frétti maður að ástandið á mannskapnum hafi verið ansi vafasamt, allavega á myndunum að dæma...

Myndir frá föstudeginum eru komnar inn ásamt restinni af febrúar.
2008 - Febrúar

Laugardagurinn var svo notaðir í að fara niður í bæ og rölta um, seinustu helgar hafa verið fráteknar í annað þannig að gott var að komast aðeins út úr húsi og gera eitthvað skemmtilegt. Skemmtana gildið fór reyndar minnkandi á tímabili þar sem Anna var að draga mig í einhverjar búðir en svo fengu ég og Kári að fara á róló við Nidelva og okkur fannst það voða gaman.

Það var svo farið í fjölskylduferð upp í Vassfjellet á sunnudaginn. Magni og Dóróthea komu með og ég og Anna skiptumst á að skíða. Veðrið var fínt til að byrja með en svo kom mikil snjókoma í lokin, og aftur var færið flott í efri hlutanum en slæmt í neðsta kaflanum. Þá var gott að geta stoppað í miðlyftunni og farið alla leið uppá topp. Ég og Kári renndum okkur svo eina ferð saman og fannst Kára það mjög gaman, eða við höldum það að minnsta kosti.

Myndir frá bæjarferðinni og skíðaferðinni eru komnar í mars albúmið:
2008 - Mars

þannig var nú það...

19.2.08

Stökkva

Er að vinna í myndunum frá Lillehammer og horfa á Liverpool spila við Inter. Vona að það sé óhætt að horfa á Liverpool spila í meistaradeildinni, var nú eiginlega búinn að lofa mér að sleppa því alveg það sem eftir er að þessu tímabili.

En allavega þá fann ég þetta video frá Hafjell. Einn ágætur á bretti í snowparkinu í Hafjell, þarna fór maður nokkrar ferðir en taktarnir voru ekki þeir sömu.

11.2.08

Skíði í Hafjell

Þá er maður kominn heim eftir frábært viku frí á skíðum. Eins og sagði frá hér á undan vorum við á skíðum í Hafjell í Øyer, sem er ca. 15 km norður af Lillehammer. Þetta svæði var notað á Ólympíuleikunum 1994 í Lillehammer.

Skíðasvæðið í Hafjell
Skemmtilegt svæði með fjölbreytilegum brekkum. Mikið af óruddum brautum og því skemmtilegt að skíða í þeim þegar snjóar eins og var þessa vikuna. Ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu sem var bara fínt, nægur snjór í brekkunum og snjóaði nokkuð oft þannig að færið var mjög gott, sem er höfuð atriðið.

Hyttan góða í Roabakken
Komum á laugardeginum um 5 leitið og þá var allt liðið frá Íslandi mætt í hyttuna (þessi vinstra megin á myndinni). Hyttan var alveg frábært og fór alveg ótrúlega vel um alla þá 15 sem gistu. Það helsta sem var hægt að kvarta yfir var að hún var í of brattri hlíð til að geta verið með börnin á snjóþotum eða skíðum. Restina af vikunni var svo skipst á að skíða, passa börn, snjóþotuferðir, eldamennsku og spila Trivial Pursuit.

Heimilislífið gekk mjög vel og var ansi fjölskrúðugt þegar öll börnin voru á fullu. Kári og Valdimar voru flottir saman þó svo að það hafi hellst uppá vináttuna einu sinni eða tvisvar. Svo var Guðrún flott með báðum frændum sínum, hvort sem hún var að leika við þá eða gera eitthvað annað.

Kári á skíðum í Hafjellet
Guðrún og Hera voru ótrúlega flottar á skíðunum sínum og duglegar að standa sjálfar á skíðum. Kári fékk svo að prufa skíðin hennar Heru og gekk mínum manni bara ótrúlega vel. Stóð í lappirnar og hafði gaman að renna niður barnabrekkuna. Kári fékk svo að fara nokkrar ferðir í alvöru brekkuna á bakinu á pabba sínum sem honum fannst mjög gaman.

Ekki var öll vikan tóm sæla því Anna ásamt tveimur öðrum lögðust í einhverja flensu pest. Þau misstu því út næstum þrjá daga, þó svo að þau öll hafi farið eitthvað út á skíði þessa daga. Kári var svo komin með gubbuna (eins og Guðrún frænka) þegar við vorum komin til baka og hefur átt mjög bágt síðan þá. Anna er ennþá veik og rétt í þessu bárust þær fréttir að ekki nóg með að hún sé búin að vera með hita, kvef og hósta þá bættist þessi umrædda gubbubest við allt saman, hressandi.

En samt gott að vera komin til baka úr skemmtilegri skíðaferð.

1.2.08

Skíðaferð til Lillehammer

Þá er loksins komið að skíðaferðinni til Lillehammer. Búinn að bræða ofan í skíðin og ættu þau að vera í nokkuð góðu standi, bíll búinn að fara í fokdýra smurningu og þá er bara að henda fötunum í töskuna og þá er allt tilbúið.

Á morgun verður ferðinni heitið í vikuferð til Hafjell sem er aðal skíðasvæðið "í" Lillehammer (15 km fyrir utan Lillehammer). Þar munum við hitta 11 manna hóp frá Íslandi og munum við gista í þessari hyttu sem er auðvitað í miðri hlíðinni. Held að aðstæður gætu ekki litið betur út, varðandi snjó og aðstæður í fjallinu. En svo er alltaf spurning hvað við verðum heppin með veður.

Svona til að gera skíðafólk öfundsjúkt þá er hægt að finna allar upplýsingar um Hafjellet hér:
http://www.hafjell.no/en/

Hafjell, her kommer vi...víííí

7.9.07

Oppdal 2007

Jón Haukur, Margrét og Guðrún komu í heimsókn hingað til Noregs í mars á þessu ári og við skelltum okkur öll á skíði í Oppdal. Hérna er smá myndband sem ég gerði um ferðina. Flott fyrir þá sem eru áhugasamir að kíkja til Noregs á skíði :)

25.3.07

Vassfjellet

Ég í Vassfjellet í dag í frábæru veðri, myndin tekin efst í lyftunni (25.03.2007)
Þetta er bara búin að vera nokkuð góð helgi, svona fyrir utan það að ég er einn hérna í Noregi og sakna annarra meðlima í fjölskyldunni.
Ég er búinn að fara tvisvar á skíði um helgina. Fór fyrst á föstudags kvöldið með Damien sem er með mér í Experts in Team. Hittum tvö önnur sem eru með okkur í sama kúrs og vorum að skíða með þeim, mjög gott færi og gaman að komast aftur á skíði. Mjög fyndið að skipta alltaf úr ensku í norsku eftir því með hverjum maður var með í lyftu.

Í dag skelti ég mér svo einn á skíði í fyrsta skipti á ævinni (að ég held). Ætlaði að vera mættur upp í fjall kl. 10 og vera fyrstu í brekkuna. Var svo að dóla mér í tölvunni áður en ég fór af stað og sá þá að klukkan var klukkustund á undan minni klukku. Það er sem sagt kominn sumartími hérna í Norge. Þannig að við erum sem sagt 2 klst á undan íslandi núna.

Mynd tekin úr topplyftunni. Sést í efsta hlutan af einni lyftunni. (25.03.2007)
En aftur af skíðunum. Ég fór sem sagt á skíði í dag og það var alveg frábært. Ekki ský á himni og alveg blanka logn, í lokin var reyndar færið orðið nokkuð þungt sökum snjóbráð en samt alveg frábær dagur á skíðum.

Setti myndir inná flickr.

10.3.07

Skíðaferð til Oppdal

Jón Haukur, Margrét og Guðrún fóru heim til Íslands á miðvikudaginn eftir mjög skemmtilega viku heimsókn hérna í Þrándheimi.
Það fyrsta sem Guðrún gerði var að vilja faðm frá frænda sínum og kúrði sig hjá manni, ekki leiðinlegt að fá svona mótökur hjá litlu frænku. Þá var mjög gaman að fylgjast með Kára og Guðrúnu "leika" sér saman. Kári lét stóru frænku ekki vaða yfir sig og barðist fyrir sínu, þó svo að stóra frænka hans hafi nú haft yfirhöndina í flestum tilfellum.

Við fórum svo í skíðaferð til Oppdal frá föstudegi til mánudags. JHS var búinn að leigja íbúð alveg í einni skíðabrekkunni. Maður þurfti að labba ca. 10 m og þá var maður kominn í brekkuna.
Kynni mín við gönguskíði voru endurnýjuð á föstudeginum og eftir brösótta byrjun gekk ferðin vel. Á laugar- og sunnudeginum var svo skíðað og voru skiptst á að vera á barnavaktinni, þannig að allir komust á skíði. Á mánudeginum var svo tekinn stuttur skíðadagur þar sem við vorum búin að skila húsinu og því ekki með góða aðstöðu til að sinna tveimur börnum.

Oppdal er alveg frábært skíðasvæðið og ekkert smá gaman að komast loksins í almennilega aðstöðu til að stunda skíði. Veðrið um helgina var líka mjög gott en svo á mánudeginum var komið íslenskt rok og ekkert sérstakt skíðaveður.

Mjög skemmilegt heimsókn og ekkert smá gaman að komast aðeins í burtu á skíði. Nú tekur svo alvaran við og maður þarf að leggjast í bækurnar. En annars búið að vera gott frí hjá okkur einnig.

28.2.07

Heimsókn #2

Þá er heimsókn númer tvö á árinu að detta í land. Jón Haukur, Margrét og Guðrún eru lent í Osló og vonandi að hlaupa yfir í flugvélina til Þrándheims.
Þau ætla að vera hér í viku og skoða gamla bæinn sinn, því þau bjuggu hér eitthvað í kringum 1998-2000 (man það ekki nákvæmlega). Það verður svo gaman að hitta Guðrúnu frænku sem stækkar og stækkar, verður frólegt að sjá þau frændsystkinin leika sér saman.

Við erum svo búin að leigja Hyttu uppí Oppdal og er planið að fara í alvöru skíðaferð þangað, ekki slæmt að geta skíðað frá skíðasvæðinu í Hyttuna.

23.2.07

Heimsókn

Vikan sem leið er búin að vera mjög skemmtileg. Kambó gegnið komu í heimsókn á laugardaginn eftir að hafa misst af vélinni í Osló á föstudagskvöldinu. Þá var farið strax á skíði og einnig á sunnudeginum. Anna kom einnig með þá og var Rut heima að passa Kára. Mjög gaman að koma loksins á skíði og er ég bara mjög ánægður með Vassfjellet sem skíðasvæði, langar og góðar brekkur og nóg af stökkbrettum.
Það var búið að vera mjög mikið frost undanfarnar vikur hérna í Þrándheimi en hitastigið virðist hafa rokið upp um leið og Kambó gengið steig upp í flugvélina til Þrándheims. Og að sjálfsögðu lækkaði það aftur þegar ég var að keyra til baka frá flugvellinum eftir að hafa skutlað Arnari útá völl. Það var svo einnig farið á skíði á miðvikudagskvöldið með Herði og þá var frostið komið aftur og var eitthvað um -14° upp í fjalli og alveg skítkalt.
Það var stíf dagskrá allan tíman sem tengdó voru hér og var náð að gera alveg fullt sem verður ekki útlistað nánar. Veislumáltíð á hverjum degi og mjög gaman að hafa þau í heimsókn.

Takk fyrir komuna, þið eruð alltaf velkomin

29.3.02

Skíði

Var á skíðum í Bláfjöllum í gær. Svaka flott veður, logn og sól. Það var nú bara þónokkur snjór, langar að fara aftur í dag en maður þarf víst að læra.

21.3.02

Ný skíði

Ég fór í svaka leiðangur í gær. Fór á útsölur og keypti mér skíði, skíðaskó og bindingar.
Keypti skó og bindingar í GÁP og skíðin í Nanoq. Allt á 50% afslætti. Þannig að maður verður að reyna að skella sér á skíði um helgina.
Sjáumst í fjöllunum.

7.3.02

Skíðaferð

Fór í skíðaferð til Akureyrar um helgina.

Veðrið var ekki nógu gott, þannig að á laugardeginum var farið á gönguskíði og svo skellt sér til Dalvíkur á skíði. Það var ekki nema 25 m/s í Hlíðarfjalli á laugardeginum.
Á sunnudeginum var gott veður niðri í bæ, en frekar slæmt upp á fjalli. Komst í tvær ferðir með Fjarkanum og svo bilaði hann og ég var fastur upp í lyftu í 30 mín í skíta kulda. Þá var restin af deginum tekin í diskalyftunni og svo brunað heim. Horft var á Lord of the Rings á leiðinni heim. Sem sagt svaka fjör.