18.6.02

Sjó kajak

Svaka helgi!!! Það var farið á sjókajak á Stykkishólmi, skoðaðar voru eyjur og dýralíf á þeim, mjög gaman. Einnig var farið á listarsýningu á einni eyjunni, hversu menningarlegt er að mæta á kæjak á listasýningu?
Um kvöldið var farið að Ölkeldu á sunnanverðu Snæfellsnesi og gist þar. Það var svo engin ölkelda þarna, þornuð upp!!!
Á sunnudaginn var farið í göngutúr á Eldborg, mjög flott og svo var farið í klettaklifur í Gerðubergi.
Við ætluðum svo í náttúrulegan heitapott en þá var einhver bóndadurgur sem var búinn að setja einhverjar fáránlegar reglur!! Sem ég nenni ekki að fara útí!!
Þá var bara farið í venjulegan pott og brunað heim!!!!
Mjög góð helgi

Engin ummæli: