Já ég er svona að spá í að byrja að blogga aftur! Svona fyrst Gummi er að skíta á sig í þeim málum!
Var að horfa á nýju Friends seríuna í gær. Hún er bara nokkuð góð, ég var alveg dottinn út úr þessu eftir 7 seríu eða eitthvað! Var að horfa á þætti 9.11-9.15. Fínt að ná í þetta á netinu og horfa á þetta langt á undan Stöð 2 og líka nokkra í einu.
Annars er það að frétta að ég er að passa hundinn minn Emblu þessa dagana þar sem Das Family er úti á skíðum í Austurríki. Það væri nú ekki frá sögum færandi nema hvað að ég hleypti henni út í gær kvöldi, svona rétt áður en ég fór að sofa. Ég vaknaði svo í morgun um 6 leitið við lítið væl úti. Það var Embla búin að standa og bíða úti í svona 6 klst. á meðan ég var í góðum fíling sofandi.
Ég bið bara um að láta foreldra mína ekki vita af þessu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli