...annars fórum við í HIT að spila og mánudagskvöldið og var gaman að hitta liðið eftir langan tíma! Byrjuðum á partýspilinu og unnu ég og Ingimundur það! Næst var farið í spil sem heitir Mr. & Mrs. og kom það nokkuð á óvart og náði ég og Atli að vinna þar, tapaði reynar fyrri umferðinni í því en þetta spil gengur útá að þekkja meðspilara þinn!
...annars á hún Rut (tengdó) afmæli í dag og vil ég óska henni til hamingju með afmælið! Hún á 48 ára afmæli, eða má maður kannski ekki auglýsa svona á veraldarvefnum?
...svo er Liverpool að fara tapa fyrir Chelsea í kvöld, Hollier er að gera svo góða hlutu að það er alveg yndislegt! Annars er maður farinn að gera þær væntingar að að franski enskukennarinn verði rekinn í vor. Þá er allavegana eitthvað gott við þetta hörmungar tímabil!

Horfið á Bulletproof Monk í gær! Þarna eru þeir Chow Yun-Fat og Sean William Scott eða bara Stiffler eins og hann er betur þekktur! Þetta er svona bardaga grín spennumynd sem gengur alveg upp ef maður horfir á hana með réttu hugafari. Fat er svona bardagamunkur og Stiffler er vasaþjófur. Vonda fólkið í myndinni var svolítið Matrixlegt og það hefði alveg mátt minnka þessi ýktu bardaga atriði en annars fannst mér þessi mynd bara skít sæmileg og fín þriðjudagsmynd! Sumar svona myndir ganga upp og aðrar ekki, þessi ver sæmilega með þetta!
Bulletproof Monk fær ** örilsh, þó svo að þetta sé sæmileg skemmtun þá er þetta samt bara videóspólumynd!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli