5.1.04

gleðilegt nýtt ár...

...og takk fyrir það gamla!

...já mættur í vinnuna eftir mjög gott jólafrí! Reyndar búinn að vera hálf slappur alla helgina en svona er þetta bara, þrátt fyrir það var þetta fín helgi. Á föstudaginn var farið í mat til tengdó og svo horft á Idol þar sem Tinna Marína datt verðskuldað út!

...fór á útsölur á laugardaginn, þvílík geðveiki og er ég ekki viss um að ég þori aftur í þessa helför! Fór svo í afmælikaffi til Afa Jóns! Kallinn orðinn 78 ára og óska ég honum til hamingju með það!

...fór á LOTR: The Return of the King á laugardaginn! Keypti miðann fyrr um daginn og mætti svona 20 mín áður en myndin átti að byrja en fokketí fokk, röð frá sal 1 alveg að barnum á hinum endanum! Sem betur fer þekkti Anna einn í röðinni sem reddaði okkur sætum, snilld! Kem með kvikmyndagagnrýni seinna!

Engin ummæli: