guð hjálpi okkur eða aðalega Hrafni Gunnlaugssyni fyrir að búa til þessar hörmung. Ætlaði að horfa á þetta drasl sem sýnt er á besta tíma í íslensku sjónvarpi ásamt að vera styrkt af Kvikmyndsjóði íslands í fyrradag en gafst upp eftir ca. 15 mínútur. Hvaða rugl er þetta eiginlega, svo vel fjárveitt mynd og svo léleg. Hrafn og Dabbi hljóta að hafa farið á fyllerí með styrkinn frá Kvikmyndasjóði! Það er alveg á hreinu að hver menntaskólanemi sem á digital cameru og tölvu gæti auðveldlega gert betri bíómynd en þetta. Lýsingin var léleg, hljóðið lélegt, leikurinn var lélegur og söguþráðurinn var lélegur. Ég veit ekki hvort að þessi smásaga eftir Davíð sé eitthvað slæm en það er á hreinu að þetta kvikmyndahandrit er mjög slæmt og einnig er á hreinu að versta mynd árið 2004 er fundin! Takk fyrir það Hrafn!
...ég virðist nú ekki vera einn með þessa skoðun um þessa hörmung því umfjöllunin um þessa mynd hefur vægast sagt verið neikvæð og það hefur meira að segja verið fjallað neikvætt um einn gagnrýnanda hjá Morgunblaðinu sem gaf myndinni þrjár stjörnur!
ég vill benda fólki að kíkja ekki á þessa mynd og fá þessar 15 mínútur 0 örlish!
Hérna eru nokkrir linkar: Kvikmynd.is og skodun.is
|
Engin ummæli:
Skrifa ummæli