30.8.04

Reunion...

Fór á "Reunion" eða endurfundi hjá 1999 útskriftarárganginum í Versló á föstudaginn. 6-T var mættur heima hjá Ása en það var nú ekkert sérlega góð mæting hjá bekknum, stelpurnar voru með 100% mætingu en hún var mun verri hjá strákanum. Um kl. 22 var svo farið út á Nes og hitt afganginn af liðinu. Alveg magnað hvað lítið hefur breyst á þessum 5 árum síðan maður kláraði menntaskóla. Óli Palli sá um að halda uppi stuðinu þó svo að maður þurfti nú að gefa honum nokkur góð ráð um músík val og auðvitað virkuðu þau! Eftir þetta dróg Siggi mig, Ívar og Stebba í bæinn og inná Hveriz sem var mökk leiðinlegt og svo fórum við þrír heim skömmu seinna!

Maður var svo vakinn kl. 9 um morguninn og dregin upp í sumarbústað að hjálpa þar og var maður ekkert smá duglegur. Náðum að setja upp allan litla kofann en við hættum að vinna um kl. 19 og ætluðum þá í sund á Hlöðum en þá var búið að loka! En það var nú kannski bara gott því Önnu slóg svona rosalega niður og þegar við vorum komin heim um kl. 22 þá var mín með 40 stiga hita takk fyrir!

Annars var það bara Liverpool sem var að skíta á sig. Var búinn að hlakka til alla vikuna að sjá nýju mennina spila og svo var þetta bara einhver fokking Houllier leikur. Alveg brjál. Kannski gerir maður sér bara upp alltof miklar væntingar þegar L'pool á í hlut! Maður þarf nú bara tjilla aðeins og vona að Rafa vinur minn reddi þessu ekki!. Annars átti Liverpool 3 skot sem hittu rammann! Ussss, ekki nógu gott! Annars held ég nýju mennirnir eigi eftir að standa sig!

Engin ummæli: