27.1.05

Blogg-listinn og eitthvað til að gleyma...

Þarf nú að fara uppfærða þennan lista um blogg hérna til hliðar. Stuðkveðjurnar hættar, Meinhornið hætt, Burrinn hættur, Reynz hættur og Gummi Van Ingvarsson líka. Frekar slappt. Sem sagt allir sem voru undir “catagory-inu” félagar eru allir hættir að blogga.
Þá er Ingvar einnig hættur og mun hann detta út líka.

Spurning hverjir eiga að koma inn í staðinn?

Þá er ég búinn að vera koma upp nýju tölvunni hennar Ömmu sem Afi gaf henni. Hún er ekki alveg jafn nýjungagjörn og Afi og er því nokkuð ósátt við nýju mulningsvélina á meðan barna barn hennar dauð öfundar hana af þessu úber tæki.
Annars þarf ég að setja netið hjá gömlu upp í kvöld og þá kannski skánar þetta hjá henni.

Annars var það The Forgotten í gær. Dæmi um það að kvenfólk eigi ekki að fá að velja bíómyndir en Anna hélt að þetta yrði alveg frábær mynd. Hér á eftir kemur smá “spoiler” þannig að ef þú vilt horfa á þessa hörmung ekki lesa lengra.
Í staðin fyrir að skrifa sjálfur þá tók ég nokkur “comment” af IMDB síðunni.
“After seeing the forgotten, I only wish the Aliens could jump out of the screen and make me forget how much I paid to see this colossal dropping.”
“This movie has little more fun factor than a highly realistic car crash and...well...that's about it.”
Eins og sést fannst mér þessi mynd vægast sagt léleg. The Forgotten fær því 4 Örlish!

Engin ummæli: