Maður er búinn að vera duglegur að hreyfa sig það sem af er að árinu 2005. Markmiðið sett á þrisvar á viku í ræktina og tvisvar í bolta. Nú viku eftir að ég byrjaði í ræktinni er ég loksins orðinn laus við harðsperrurnar og vona að þær komi nú ekki strax aftur.
Annars er fátt betra en að leggjast fyrir framan imbann þegar maður er búinn að vera duglegur að hreyfa sig en ég er búinn að horfa á þrjár myndir undanfarna daga.
Shrek 2 þekkja allir enda snilldar mynd þar á ferð. Núna eru þeir Mike Myers, Eddie Murphy og Antonio Banderas að fara á kostum í myndinni og ein fyndnasta ‘perónsa’ í kvikmynd er Gosi og voru bestu senurnar í myndinni eiginlega í kringum hann. Annars mjög fyndin og góð mynd og ótrúlegt að þetta sé mynd nr. 2 því seinni myndirnar eru yfirleitt verri en þær fyrr en hér á það ekki við.
Shrek fær 8 Örlish!
The Bourne Supremacy með Matt Damon er þessi klassíski njósna hasar sem gerir sitt verk vel. Spennandi og ekki hugsa of mikið og bara fínasta mynd. Þetta er einnig nr. 2 mynd og finnst mér þessi mynd betri en sú fyrri sem er nú nokkuð gott fyrir nr. 2 mynd.
The Bourne Supremacy fær 7 Örlish!
Þá er það Godsend sem ég horfði á í gærdag í leti. Ég viðurkenni það alveg að ég var ekki beint upplagður í að horfa á einhverja svona mynd og kemur það því kannski niður á dómnum. Og einnig það að ég hraðspólaði yfir helminginn af myndinni. En þarna eru þau Greg Kinnear, Robert De Niro og Rebecca Romijn-Stamos í klón spennu/drama mynd sem ég var ekkert að fíla (ef Rebecca Romijn-Stamos er eiginkona John Stamos þá fær myndin náttúrulega fleiri Örlish því John Stamos er John Stamos :). Myndin tók heila eilíf að byrja og byrjaði að vera áhugaverð alltof seint.
Godsend fær 4 Örlish!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli