13.1.05

RIP

Þá eru tvær af þremur útvarpsstöðvunum sem ég hlusta á hættar. Norðurljós hættu með X-ið og Skonrokk í gærkvöldi. Þetta þykir mér mjög leitt. Fjölmiðlaveldið kaupir góðar stöðvar og þegar þeir eru búnir að drepa alla samkeppni þá hætta þeir bara með stöðvarnar, skil ekki hvernig þetta lýst? Sendum samkeppnisráð á þetta drasl.
En það góða við þetta er að það hlýtur að koma upp góð rokk stöð núna í eigu einhvers annars en Norðurljósa. Annað gott er að Freysi (Andri) hættir í útvarpinu sem er mjög gott enda var sá maður gjörsamlega óþolandi sama hvort að hann var að grínast eða ekki með þessum þætti sínum. Kúka í beinni, hvað er það?
Annars er það bara play-listinn á tölvunni og svo að hlusta stöku sinnum á poppland á Rás 2. Hvað annað er í boði?

Skíði
Annars er skíðatímabilið 2005 hafið hjá mér. Ég og Johnny Hawk fórum í Bláfjöll í gær og var bara flott skíðafæri. Svolítið kalt en það gerði nú ekkert til. Náðum nú ekki að vera til 9 því Jónki stútaði bindingunum sínum en góð skíðaferð engu síður.
Nú er bara halda áfram að vera duglegur að fara á skíði og vona að nýja stólalyftan opni bráðum.

Engin ummæli: