Búinn að vera aðeins veikur í vikunni en búinn að hrista þann skít úr mér. Annars var ferðin algjör snilld og ég er byrjaður að sía út myndir og laga þær aðeins til. Vonandi get ég sett myndir úr ferðinni inn um helgina. Lofa samt ekki neinu.
Ef fólk nennir að lesa ferðasöguna þá er hún hérna fyrir neðan, samt aðalega fyrir mig, Önnu, Árna og Ödu að hafa gaman af henni.
Fimmtudagur:
Lentum á Standsted og tökum lest á Liverpool Street Station og svo á Marble Arch Station þar sem Árni tók vel á móti okkur með því að stökkva á mig. Anna hélt reyndar að það væri verið að ræna okkur og för að spá hversu furðulega þessir bretar bæru sig í þessum málum en fattaði nú að þetta væri nú bara hann Jim Bob æstur í að fá heimsókn. Eftir að hafa kíkt inná hótið okkar (Thistle Marble Arch), sem var mjög flott, þá förum við í smá rölt.
Eftir smá labb náðum við svo rétt fyrir lokun á einhver írskan pöbb á Carneby Street og náðum að fá okkur einn bitter bjór. En bitter er ekta enskur bjór og lýsir sér með því að vera frekar beiskur bjór svona mitt á milli að vera dökkur og ljós bjór. Þar sem allt annað var lokað þá var fenginn sér einn bjór á hótel barnum og svo í háttinn.
Föstudagur:
Það var ákveðið að föstudagurinn ætti að vera verslunardagur og voru við Anna mætt út á Oxford Street fyrir opnun ansi þreytt og ekki laust við að það hafi verið nokkuð furðulegt að versla kl. 10 á föstudags morgni. En við komumst nú í gírinn og vorum búinn að þramma nánast alla Oxford Street um kl. 13 þegar Árni hitti okkar.
Það var fínt að þurfa ekki að vera leiðsögumaður og sá Árni alveg um þann pakka. Við förum niður Recent Street, kíktum á Carneby Street og niður á Piccadilly Circus og svo þaðan á Leicester Square og í Covent Garden, þar sem var fengið sér að borða. Eftir að hafa sloppið nær dauða en lífi frá dúfum þessa torgs var farið aðeins í smá búðaráp og svo uppá hótel.
Ég og Anna förum svo á Lion King söngleikinn sem var alveg ótrúlega góður. Bæði sviðið og búningar voru með því flottara sem ég hef séð og þessi sýning það lang besta sem ég hef orðið vitni af í leikhúsi.
Eftir leikhús var svo farið að borða á veitingastað við hliðina á leikhúsinu. Þessi veitingastaður var með svona leikhús þema og var mjög gaman að borða þarna.
Við náðum svo seinustu lest til að hitta Árna og Ödu sem föru með okkur í strætó ferð eitthvert til að finna eina staðinn í London sem er opinn eftir kl. 1. Við fundum hann eftir að ég hafi næstum því verið tekinn af löggunni. Þegar hann var svo lokið var haldið í íslendingapartý á hótelbarnum.
Það er sem sagt hægt að djamma í London án þess að fara á diskótek bara ef þú ert með tvo þaulreynda þér við hlið.
Laugardagur:
Það reyndist nokkuð erfitt að vakna á laugardeginum en við höfðum okkur frammúr og stefnan tekið á Camden Town sem er ansi skemmtilegur markaður og svona best að lýsa honum sem flottari og betri útgáfu af Kolaportinu.
Eftir það hófst mikið og erfitt lestar ferðalega til að hitta Árna og koma okkur á leikinn. Þetta hefði allt af lokum og áður en við vissum vorum við komin með miðana á leikinn, á einhverjum breskum pöbb með gaura við hliðina á okkur að reykja, og þá meina ég ekki þessar venjulega sígarettur.
Þá var förinn heitið á Fulham vs. Liverpool á Craven Cottage. Nokkuð labb var á staðinn en það var gaman að sjá alla á leiðinni á völlinn og andrúmsloftið fyrir utan völlinn. Við náðum að komst upp í stúku áður en leikmennirnir komu inná völlinn og var þetta allt saman mjög gaman.
Úrslit leiksins voru nú ekkert sérlega góð en góð stemning var á vellinum og gaman að upplifa svona enska vallarstemmningu. Því var ég bara ánægður með að fá að sjá mína menn spila þó svo að þeir hafi gert það ansi illa í þetta skiptið.
Eftir leikinn var svo farið að skoða Buckingham Palace og hitta Ödu. Þegar það var afgreitt var svo farið út að borða. Reyndum að komast á einn japanskan stað þar sem allt var upp bókað þá enduðum við á Ítölskum veitingastað í Soho. Sæmilegur matur en eftir erfiðan gærdag voru allir nokkuð þreyttir (svona er maður að verða gamall). Förum í Notting Hill og ætlum að fara á einn pöbb þar en þar sem hann var stút fullur og enginn sæti að fá var ákveðið að fara bara heim á hótel.
Sunnudagurinn:
Skoðunarferðin mikla. Byrjuðum að fara í Madame Tussauds vaxmyndasafnið að “hitta” allt fræga og dauða fólkið. Það var mjög gaman og sumar vaxmyndirnar voru ótrúlega raunverulegar.
Eftir það var tube-ið tekið niður á Trafalger Square og þaðan var svo rölt til að sjá Big Ben, Palace of Westminster og svo loks Westminster Abbey. Þessi gönguferð mjög skemmtileg og ekki skemmti fyrir að það var bongó blíða.
Eftir það var svo rölt yfir Westminster Bridge, þar sem við vorum næstum dúndruð niður fyrir að líta í vitlausa átt, til að fara í London Eye. Eftir endalausa biðröð var keypt miða og aftur eftir endalausa biðröð vorum við kominn í hjólið. Það var alveg magnað að sjá útsýnið úr hjólinu og átta sig á hvað London er virkilega stór borg.
Eftir það var svo tekinn annar tube og farið að sjá Tower of London kastalann og einnig Tower Bridge. Allt saman mjög flott.
Kíktum svo á Árna á Carneby Street og fengum okkur einn bjór til að hvað drenginn.
Um kvöldið var svo farið á Hakkasan sem er mjög fínn veitingastaður rétt hjá Tottenham Court Road. Þetta er svona voða “hipp og cool” kínverskur veitingastaður sem var staðsettur í þröngu skuggasundi en maturinn var góður og þjónustan líka. Þess má geta að við borðuðum allan matinn með prjónum sem er einstakt afrek sérstaklega hrísgrjónin.
Mánudagurinn:
Það var versta veðrið allan tímann þennan dag. Rigndi á köflum og þungskýjað allan daginn. Dagurinn fór aðalega í að versla á Oxford Street og smá D-tour sem við fundum ekkert á.
Eftir það var það bara förin heim sem gekk bara ágætlega fyrir utan hversu heitt var í flugvélinni og mikill hávaði. Geri ráð fyrir að ég muni skoða Icelandair betur næst.
Vorum kominn heim í fagra Kópavoginn um kl. 12:30 og þá var lítið annað að gera en að fara sofa enda var Anna að fara á Klepp um morguninn.
Þá náði ég að eyða póstinn hérna fyrir neðan óvart. Til hamingju Örvar...