19.10.05

Standsted - Keflavík

Þá er maður kominn aftur heim eftir góða ferð til London. Það endaði svo að Anna fór á Klepp beint eftir ferðina og verður þar næstu vikurnar. Hún er reyndar bara í verknámi þar en gaman að segja þetta svona.
Búinn að vera aðeins veikur í vikunni en búinn að hrista þann skít úr mér. Annars var ferðin algjör snilld og ég er byrjaður að sía út myndir og laga þær aðeins til. Vonandi get ég sett myndir úr ferðinni inn um helgina. Lofa samt ekki neinu.
Ef fólk nennir að lesa ferðasöguna þá er hún hérna fyrir neðan, samt aðalega fyrir mig, Önnu, Árna og Ödu að hafa gaman af henni.

Fimmtudagur:
Lentum á Standsted og tökum lest á Liverpool Street Station og svo á Marble Arch Station þar sem Árni tók vel á móti okkur með því að stökkva á mig. Anna hélt reyndar að það væri verið að ræna okkur og för að spá hversu furðulega þessir bretar bæru sig í þessum málum en fattaði nú að þetta væri nú bara hann Jim Bob æstur í að fá heimsókn. Eftir að hafa kíkt inná hótið okkar (Thistle Marble Arch), sem var mjög flott, þá förum við í smá rölt.
Eftir smá labb náðum við svo rétt fyrir lokun á einhver írskan pöbb á Carneby Street og náðum að fá okkur einn bitter bjór. En bitter er ekta enskur bjór og lýsir sér með því að vera frekar beiskur bjór svona mitt á milli að vera dökkur og ljós bjór. Þar sem allt annað var lokað þá var fenginn sér einn bjór á hótel barnum og svo í háttinn.

Föstudagur:
Það var ákveðið að föstudagurinn ætti að vera verslunardagur og voru við Anna mætt út á Oxford Street fyrir opnun ansi þreytt og ekki laust við að það hafi verið nokkuð furðulegt að versla kl. 10 á föstudags morgni. En við komumst nú í gírinn og vorum búinn að þramma nánast alla Oxford Street um kl. 13 þegar Árni hitti okkar.
Það var fínt að þurfa ekki að vera leiðsögumaður og sá Árni alveg um þann pakka. Við förum niður Recent Street, kíktum á Carneby Street og niður á Piccadilly Circus og svo þaðan á Leicester Square og í Covent Garden, þar sem var fengið sér að borða. Eftir að hafa sloppið nær dauða en lífi frá dúfum þessa torgs var farið aðeins í smá búðaráp og svo uppá hótel.
Ég og Anna förum svo á Lion King söngleikinn sem var alveg ótrúlega góður. Bæði sviðið og búningar voru með því flottara sem ég hef séð og þessi sýning það lang besta sem ég hef orðið vitni af í leikhúsi.
Eftir leikhús var svo farið að borða á veitingastað við hliðina á leikhúsinu. Þessi veitingastaður var með svona leikhús þema og var mjög gaman að borða þarna.
Við náðum svo seinustu lest til að hitta Árna og Ödu sem föru með okkur í strætó ferð eitthvert til að finna eina staðinn í London sem er opinn eftir kl. 1. Við fundum hann eftir að ég hafi næstum því verið tekinn af löggunni. Þegar hann var svo lokið var haldið í íslendingapartý á hótelbarnum.
Það er sem sagt hægt að djamma í London án þess að fara á diskótek bara ef þú ert með tvo þaulreynda þér við hlið.

Laugardagur:
Það reyndist nokkuð erfitt að vakna á laugardeginum en við höfðum okkur frammúr og stefnan tekið á Camden Town sem er ansi skemmtilegur markaður og svona best að lýsa honum sem flottari og betri útgáfu af Kolaportinu.
Eftir það hófst mikið og erfitt lestar ferðalega til að hitta Árna og koma okkur á leikinn. Þetta hefði allt af lokum og áður en við vissum vorum við komin með miðana á leikinn, á einhverjum breskum pöbb með gaura við hliðina á okkur að reykja, og þá meina ég ekki þessar venjulega sígarettur.
Þá var förinn heitið á Fulham vs. Liverpool á Craven Cottage. Nokkuð labb var á staðinn en það var gaman að sjá alla á leiðinni á völlinn og andrúmsloftið fyrir utan völlinn. Við náðum að komst upp í stúku áður en leikmennirnir komu inná völlinn og var þetta allt saman mjög gaman.
Úrslit leiksins voru nú ekkert sérlega góð en góð stemning var á vellinum og gaman að upplifa svona enska vallarstemmningu. Því var ég bara ánægður með að fá að sjá mína menn spila þó svo að þeir hafi gert það ansi illa í þetta skiptið.
Eftir leikinn var svo farið að skoða Buckingham Palace og hitta Ödu. Þegar það var afgreitt var svo farið út að borða. Reyndum að komast á einn japanskan stað þar sem allt var upp bókað þá enduðum við á Ítölskum veitingastað í Soho. Sæmilegur matur en eftir erfiðan gærdag voru allir nokkuð þreyttir (svona er maður að verða gamall). Förum í Notting Hill og ætlum að fara á einn pöbb þar en þar sem hann var stút fullur og enginn sæti að fá var ákveðið að fara bara heim á hótel.

Sunnudagurinn:
Skoðunarferðin mikla. Byrjuðum að fara í Madame Tussauds vaxmyndasafnið að “hitta” allt fræga og dauða fólkið. Það var mjög gaman og sumar vaxmyndirnar voru ótrúlega raunverulegar.
Eftir það var tube-ið tekið niður á Trafalger Square og þaðan var svo rölt til að sjá Big Ben, Palace of Westminster og svo loks Westminster Abbey. Þessi gönguferð mjög skemmtileg og ekki skemmti fyrir að það var bongó blíða.
Eftir það var svo rölt yfir Westminster Bridge, þar sem við vorum næstum dúndruð niður fyrir að líta í vitlausa átt, til að fara í London Eye. Eftir endalausa biðröð var keypt miða og aftur eftir endalausa biðröð vorum við kominn í hjólið. Það var alveg magnað að sjá útsýnið úr hjólinu og átta sig á hvað London er virkilega stór borg.
Eftir það var svo tekinn annar tube og farið að sjá Tower of London kastalann og einnig Tower Bridge. Allt saman mjög flott.
Kíktum svo á Árna á Carneby Street og fengum okkur einn bjór til að hvað drenginn.
Um kvöldið var svo farið á Hakkasan sem er mjög fínn veitingastaður rétt hjá Tottenham Court Road. Þetta er svona voða “hipp og cool” kínverskur veitingastaður sem var staðsettur í þröngu skuggasundi en maturinn var góður og þjónustan líka. Þess má geta að við borðuðum allan matinn með prjónum sem er einstakt afrek sérstaklega hrísgrjónin.

Mánudagurinn:
Það var versta veðrið allan tímann þennan dag. Rigndi á köflum og þungskýjað allan daginn. Dagurinn fór aðalega í að versla á Oxford Street og smá D-tour sem við fundum ekkert á.
Eftir það var það bara förin heim sem gekk bara ágætlega fyrir utan hversu heitt var í flugvélinni og mikill hávaði. Geri ráð fyrir að ég muni skoða Icelandair betur næst.
Vorum kominn heim í fagra Kópavoginn um kl. 12:30 og þá var lítið annað að gera en að fara sofa enda var Anna að fara á Klepp um morguninn.

Þá náði ég að eyða póstinn hérna fyrir neðan óvart. Til hamingju Örvar...

14.10.05

Bachelor"inn"

Ég er á þeirri skoðun að það sé alltof mikið til af raunveruleika sjónvarpi, þetta er í flestum tilfellum ódýrara en alvöru sjónvarpsþættir og því hagstaðara fyrir stóru stöðvarnar úti í USA að framleiða “raunveruleika” í staðinn fyrir snilldar þætti eins og Lost, 24, Desperate Housewives, Arrested Development o.s.frv.
En íslenskir raunveruleikaþættir eru mjög skemmtilegir. Ekki að þeir eru svo vel framleiddir og uppfullir af spennu heldur eru þeir svo kjánalegir. Var að horfa á Bachelor-inn í gærkvöldi og verð bara að viðurkenna að ég hef nokkuð gaman af þessum þætti.
Þetta er klst uppfull af kjánahrolli. Svona raunveruleiki verður bara svo lummó eitthvað á Íslandi. Það hefur í sjálfu sér enginn gert sig af einhverju fífli en einhvern veginn finnst mér bara gaman af því að sjá fólki líða illa fyrir framan myndatökuvélina.
Þannig að eru good times for kjánahrollur þar sem Bachelorinn er byrjaður og svo styttist óðum í Ástarfleygið á Sirkus.

Annars er enski boltinn loksins að byrja aftur eftir þessi óþolandi landsleikja frí. Mínir menn fara vonandi að skora mörk. Leikurinn er á Anfield um helgina og mætir Blackburn á svæðið. Ég vona að sjá Cissé og Crouch í framlínu Liverpool...

Farinn að fá mér bjór því Forstjóraverkfræðinemar (Véla- og iðnverkfræðinemar) eru að koma í heimsókn til okkar í vinnunna. Ekki laust við að maður sakni þess að fara í vísindaferðir í Háskólanum. En þetta er sárabót.

11.10.05

Sumarbúðir fyrir skrifstofublókir

Það væri sniðugt að opna sumarbúðir fyrir skrifstofublókir sem eru fastir alla daga fyrir framan tölvuna. Fara með þá út úr bænum um helgar og senda þá í smá byggingarvinnu. Leyfa þeim að negla nagla og rífa.

Ég fór í mínar "sumarbúðir" upp í bústað um helgina. Skrýtið hvað það getur verið gott að komast aðeins í burtu frá internet sambandi og sjónvarpi og vinna í sveitinni. Við kláruðum að loka nýju viðbyggingunni og einangra veggi. Þannig að það styttist alltaf í að nýja viðbyggingin verði klár og svo vonandi í sumar kemur heiti pottur, þá verður gaman.

Annars hef ég lengi sagt að ég væri alveg til í að vinna við byggingarvinnu á sumrin. Það var alltaf gaman að rífa, naglhreinsa, skafa og steypa, enda var maður nú í þessu í ein 7 ár eða svon. Þó svo ég sagna þess ekkert ógurlega að fara út að skafa kl. 7:30 í jólafríinu. Kannski er bara ágætt að vera skrifstofublók.

Ég vitna því í einu bestu grínmynd seinni ára:
"PC Load Letter"? What the fuck does that mean?
Ein fyndnasta setning kvikmyndasögunar, allavega fyrir þá sem þola ekki prentara.

10.10.05

Tóndæmi vikunnar

Wolf Parade er hljómsveit sem ég er núbúinn að uppgötva. Hún er búin að malla í winamp-inum í vinnunni og var í toppsætinu á audioscrobbler hjá mér í síðustu viku. Snilldar band sem er Kanadískt og er búið að hita upp fyrir samlanda sína í The Arcade Fire.
Í tóndæmi vikunnar eru tvö lög af frumraun þeirra og heitir platan Apologies to the Queen Mary og kom hún út í september á þessu ári. Þannig að ég segi bara njótið:
Wolf Parade - Dear Sons and Daughters of Hungry Ghosts
Wolf Parade - Grounds For Divorce

Uppfært
Núna vikar þetta. Þurfið að smella á linkinn eða opin in new window...það vikar ekki að hægri smella og save as...

7.10.05

Örvína Jónsdóttir

Jebbý...þá er maður orðinn föður bróðir. Jón Haukur brósi og Margrét eignuðust litla stelpu á þriðjudaginn 4. okt kl. 22:56 og var stúlka 3370 gr. og 50 cm. Sem sagt lítil og mjó eins og pabbi sinn. Ótrúlega sæt og sver því sig svo sannarlega í ættina og mamma sagði meira að segja að hún líktist mér þegar Örlish var ungur. Ekki er það slæmum að líkjast segi ég nú bara...
Ég þarf varla að útskýra hver er hvað á þessari mynd?

Annars vil ég líka óska Kidda Hö (Önnu bróðir) til hamingju með afmælið, stráksi er 26 ára í dag og er hann því velkominn í góðra manna hóp.

1.10.05

Tónleikar og bústaður

Tónleikarnir með Emiliönu Torrini voru ótrúlega góður. Tók flest lögin af nýju plötunni og nokkur gömul. Hún talaði mikið um lögin og ein skemmtilegasta sagan var um þegar hún var í Þingó og var með Kalla Krókrassa sem var þá trommarinn í Sororicite (hvernig skrifað?), nenni samt ekki að þylja hana upp hér.
Þetta finnst mér eitt besta lag Emiliönu, það er af plötunni Love in the Time of Science en ég byrjaði að "fíla" það eftir að ég heyrði það í þessari útgáfu. Þetta var líka eitt besta lagið á tónleikunum í gær.
Emiliana Torrini - Tuna Fish (Live at Hamburg)
Þá var trúbadorinn Þórir einnig góður og alveg á hreinu að maður þarf að redda sér einhverju með honum.

Þá mætti hitt liðið ekki í leikin í gær þannig að úr var bara létt æfing og 3-0 sigur.

Þá verð ég bara að benda á þennan link. Þetta finnst mér fyndið. Annars er ég að taka Crouch í sátt. Var aðeins að skoða tölfræði á þá skoraði hann t.d. meira en Drogba fyrir Chelsea, Baros fyrir Liverpool og einu marki minni en Rooney fyrir manutd. Þá er bara vona að hann hafi ekki verið one hit wonder...

Svo verður það sumarbústaðurinn í Svarfhólsskógi um helgina og ætla góðir gestir að fjölmenna og fara í golf, sund, boccia, grill og spil...verður eflaust mjög gaman ef spáin stendur við stóru orðin...