Það væri sniðugt að opna sumarbúðir fyrir skrifstofublókir sem eru fastir alla daga fyrir framan tölvuna. Fara með þá út úr bænum um helgar og senda þá í smá byggingarvinnu. Leyfa þeim að negla nagla og rífa.
Ég fór í mínar "sumarbúðir" upp í bústað um helgina. Skrýtið hvað það getur verið gott að komast aðeins í burtu frá internet sambandi og sjónvarpi og vinna í sveitinni. Við kláruðum að loka nýju viðbyggingunni og einangra veggi. Þannig að það styttist alltaf í að nýja viðbyggingin verði klár og svo vonandi í sumar kemur heiti pottur, þá verður gaman.
Annars hef ég lengi sagt að ég væri alveg til í að vinna við byggingarvinnu á sumrin. Það var alltaf gaman að rífa, naglhreinsa, skafa og steypa, enda var maður nú í þessu í ein 7 ár eða svon. Þó svo ég sagna þess ekkert ógurlega að fara út að skafa kl. 7:30 í jólafríinu. Kannski er bara ágætt að vera skrifstofublók.
Ég vitna því í einu bestu grínmynd seinni ára:
"PC Load Letter"? What the fuck does that mean?
Ein fyndnasta setning kvikmyndasögunar, allavega fyrir þá sem þola ekki prentara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli