14.10.05

Bachelor"inn"

Ég er á þeirri skoðun að það sé alltof mikið til af raunveruleika sjónvarpi, þetta er í flestum tilfellum ódýrara en alvöru sjónvarpsþættir og því hagstaðara fyrir stóru stöðvarnar úti í USA að framleiða “raunveruleika” í staðinn fyrir snilldar þætti eins og Lost, 24, Desperate Housewives, Arrested Development o.s.frv.
En íslenskir raunveruleikaþættir eru mjög skemmtilegir. Ekki að þeir eru svo vel framleiddir og uppfullir af spennu heldur eru þeir svo kjánalegir. Var að horfa á Bachelor-inn í gærkvöldi og verð bara að viðurkenna að ég hef nokkuð gaman af þessum þætti.
Þetta er klst uppfull af kjánahrolli. Svona raunveruleiki verður bara svo lummó eitthvað á Íslandi. Það hefur í sjálfu sér enginn gert sig af einhverju fífli en einhvern veginn finnst mér bara gaman af því að sjá fólki líða illa fyrir framan myndatökuvélina.
Þannig að eru good times for kjánahrollur þar sem Bachelorinn er byrjaður og svo styttist óðum í Ástarfleygið á Sirkus.

Annars er enski boltinn loksins að byrja aftur eftir þessi óþolandi landsleikja frí. Mínir menn fara vonandi að skora mörk. Leikurinn er á Anfield um helgina og mætir Blackburn á svæðið. Ég vona að sjá Cissé og Crouch í framlínu Liverpool...

Farinn að fá mér bjór því Forstjóraverkfræðinemar (Véla- og iðnverkfræðinemar) eru að koma í heimsókn til okkar í vinnunna. Ekki laust við að maður sakni þess að fara í vísindaferðir í Háskólanum. En þetta er sárabót.

Engin ummæli: