30.6.06

8-liða...

Mikil spenna ríkir hérna á Línuhönnun um hvað Örvar (efsta sæti) ætlar að gera. Fólk kemur upp að mér í gríð og erg og spyr mig hvernig ég hafi tippað á leikina í 8-liða úrslitum en auðvitað læt ég ekki bugast og segi ekki neitt. Þá þarf ég einnig að læsa tölvunni minni á meðan ég fer í mat og á klósettið. Fólk svífst einskis í baráttunni um "gullsjóðinn" mikla.

Annars næ ég ekki að sjá alla leikina í 8-liða úrslitum. Ég og Anna erum að fara upp í bústað á eftir þannig að ég missi af Ítalía-Úkraína í kvöld og líklega England-Portúgal á morgun. Svo förum við á smá flakk á laugardaginn og kíkjum kannski til Kidda (Önnu bróðir) í sumarbústað rétt hjá Geysi og þá er aldrei að vita nema að maður nái samt Brasilía-Frakkland.

Þannig að vonandi verður góð helgi í væntum. Myndavélin verður auðvitað með í för og kannski maður prófi nýja þrífótinn.

Bjór og pizza

Stella Ortois og heimagerð pizza er mjög gott stöff...vildi bara láta ykkur vita.

29.6.06

Spenna...

Eins og ég hef áður komið inná er ég í tveimur HM-tipp leikjum. Einn í vina hópnum og einn í vinnunni.
Eins og er þá er ég efstur í báðum keppnum og hef verið það ansi lengi.

Í vinnunni er ég búinn að vera efstur allan tímann og er pressan orðin gríðarlega, sérstaklega útaf því ég var með mikinn kjaft áður en keppnin hófst og hélt því fram að fólk ætti bara leggja beint inná mig í staðinn fyrir að taka þátt.
En 8 leikir eftir og ég er með tveggja leikja forustu, það verður erfitt að tippa á morgun.

Í vina hópnum flækist málið aðeins. Þar gildir spáin sem maður setti í upphafi ásamt spáinni sem maður gerði eftir 16 liða. Það eru þrír leikir "ónýtir" hjá mér í 8-liða úrslitum og því er ég í mikilli hættu þar á því að missa topp sætið til annað hvort Stinna "Standpínan" eða Munda "Rangstæðan". En samt sem áður gaman af þessu.

Hérna er svo staðan í vinahópnum:
27.6.2006
1 ÖS 347
2 KS 342
3 GBÁ 336
4 RBE 325
5 ÍG 322
6 BA 319
7 GH 312
8 HIG 312
9 GI 310
10 SK 296
11 GS 273
12 ÁM 237

Iceland Airwaves

Listinn er ekkert smá flottur...og aftur verð ég ekki á landinu.

Ég mæli með:
Wolf Parade
Islands
Kaiser Chiefs
Cold War Kids
Love is All

Hérna er eitt flott lag með Cold War Kids.

27.6.06

5 ára...

Til hamingju með afmælið orvar.blogspot.com sem er í dag orðið 5 ára, alveg merkilegt er það ekki!

Þetta byrjaði í þessari merku færslu. Þó svo maður sé nú ekkert duglegasti bloggarinn þá er maður nú búinn að standa sig ágætlega. 446 færslur á 160 vikum, það gerir um 1,7 færslur á viku. Alveg ágætt, svo lofar maður að vera duglegur í haust þegar maður fer út.

Annars var ég reyndar byrjaður að blogga eitthvað áður en það var bara beint á einhverja vefsíðu sem ég var með í Háskólanum og hef ekki hugmynd um hvar það er núna, því miður!

En persónulega finnst mér alltaf skemmtilegt að kíkja reglulega aftur í tímann og skoða hvað ég var að skrifa um. Ég er samt ekki að segja að ykkur finnist það gaman.

25.6.06

Hjúkkan

Það var mikið um að vera í gær. Í fyrsta lagi útskrifaðist Anna úr Háskóla Íslands sem Hjúkrunarfræðingur og fékk alveg mjög flotta meðal einkunn og er ég að sjálfsögðu voðalega stoltur af henni, enda búinn að bíða eftir þessu í 4 ár :)

Í öðru lagi útskrifaðist móðir mín hún Guðrún Jónsdóttir með MA-próf í íslenskum bókmenntum og þá var einnig Jón Haukur bróðir minn 35 ára. Ekki má svo gleyma Eddu frænku sem útskrifaðist úr mannfræði.

Þannig í gær var rosa flott útskrift í Hlíðarhjallanum og var margt um manninn og allir skemmtu sér mjög vel.

Annars fer ég að setja myndir úr afmælinu mínu og einnig úr útskriftinni bráðlega á netið.

20.6.06

20 06 2006

Mjög flott dagsetning í dag. Fáir hafa fattað hana en hún er 20.06.2006 sem sagt 20 06 2006, enginn að gifta sig í dag?
Ég væri nú samt ekki mikið að velta mér upp úr dagsetningu nema hvað að ég, Örvar Steingrímsson, er 27 ára í dag. Já þannig er það nú, 27 ár búinn og örugglega nóg eftir.
Annars var ég að segja við Önnu í gær að þegar maður er orðinn eins gamall og núna þá fara afmæli alltaf að skipta minna og minna máli. Þau eru bara merkileg á fimm ára fresti eftir að maður er orðinn 20 ára.

Listinn með hamingju óskum eftir tímaröð:
1. Anna
2. Ívar
3. Gúndi
4. Gugga Jóns aka Mamma
5. Stinni
...

It's your birthday...

Þá var ég að skoða nokkra fræga sem eiga afmæli í dag, hérna er listinn:
1978 - Frank Lampard, English footballer
1973 - Chino Moreno, American musician (Deftones)
1968 - Robert Rodríguez, American filmmaker
1967 - Nicole Kidman, Australian actress
1960 - John Taylor, English musician (Duran Duran)
1952 - John Goodman, American actor
1949 - Lionel Richie, American musician and singer (The Commodores)
1942 - Brian Wilson, American bass player and singer (The Beach Boys)
Þá viti þið það...

19.6.06

fútball

Helgin var góð!
Fór í útskrift, spilaði fótbolta, horfði á fótbolta og slappaði af. Helsta afrek helgarinnar var að ég þreif bílinn sem hafði setið á hakanum ansi lengi.

Fyrir helgi fór ég og frúin í leikhús að sjá Viltu finna milljón. Alveg ágætis leikrit, smá pirrandi á köflum en einnig fyndið á köflum. Eggert Þorleifsson er algjör snillingur og var hann bestur svo lék Helga Braga leiðinlega ofleikna týpu.
Á maður að setja einkunn á þetta? Viltu finna milljón fær 6 Ö.

Allir aðal þættirnir eru að fara klárast og nú var það önnur sería af Lost. Til hvers er maður eiginlega að pína sig með að horfa á þessa þætti? Forvitnin ein saman lætur mann vilja fylgjast með þessu. Ef þú ert ekki byrjaður þá mæli ég með að þú sleppir því, kannski í góðu þegar serían er hætt og þá veistu ca. hvað mikla "vinnu" þú þarft að leggja í að horfa á þetta.

13.6.06

The Evolution of Dance

Það er gaman að dansa og þetta myndband getur gefið þér góða hugmynd um hvernig maður hefur litið út á dansgólfinu í gegnum árin.

12.6.06

Veisla

Það er fótbolta veisla í sjónvarpinu þessa dagana, HM fer ótrúlega vel af stað. Þá á ég við fullt af skemmtilegum leikjum og fult af mörkum. Mjög ánægður með mótið í alla staði, það sem komið er að minnsta kosti.
Ég er í tveimur tipp keppnum eins og ég hef áður sagt. Einni í vinnunni sem er eiginlega 1X2 keppni og svo einn í vinahópnum sem er meira svona 1x2 + markatala. Ég er allavega búinn að henda upp excel skjali sem fylgist með framgöngu okkar strákana og sett það á netið.
Hérna er staðan.
Ég er búinn að klikka á tveimur leikjum en annars haft alla hina rétta (þeas 1x2). En ég hef samt ekki verið að gera góða hluti í markatölunni og ennþá eftir að hitta á rétta þannig. En það kemur nú allt saman. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup eins og menn segja.

Maður lá nú ekki bara í fótbolta alla helgina en ég fór aðeins upp í bústað á laugardaginn og var það mjög gott enda langt síðan maður komst þangað.

Þá kláraði ég Prison Break í gær og jússímía ekkert smá spennandi. Var hræddur um að þættirnir væru að dala en það var ekki og alveg mögnuð sería staðreynd. Mæli eindregið með þessum þáttum.

9.6.06

HM

Ussss HM er að fara byrja eftir ca. 3 klst, djö hlakka ég til. Er í tveimur tipp leikjum, einn í vinnunni og einn í vinahópnum. Vill samt ekki birta spánna mína fyrr en mótið er hafið.

Þá vill ég benda mönnum á google talk ef þeir vilja tala við Gumma Sverris. Kópavogsbær er ekki búinn að loka á það. Þú verður samt að hafa Gmail til að skrá sig í þetta en það er ekkert mál því ég á 97 boðsmiða eftir. Þá er Gmail með 2732 MB geymslupláss á meðan hotmailið er með 2 MB eða er búið að hækka það upp í 25 MB.
Annars er google talk nú ekkert merkilegra en msn og býður reyndar uppá færri möguleika.

Þá vorum við strákarnir að steggja Hinna um helgina og var það mjög vel heppnað. Tan, Listflug, Fjórhjól, leikir, grill, bjór, sumarbústaður og 14 strákar. Þetta gat ekki klikkað.
Set samt ekki myndir inn fyrr en eftir brúðkaupið.

6.6.06

Til hamingju með afmælið

Til hamingju með afmælið pabbi. Pabbi er orðinn 56 ára og á afmæli á þessum merkis degi 06/06/06.
Þá er Bubbi einnig afmælisbarn og er með tónleika í Laugardalshöllinni af því tilefni, ég fer reyndar ekki á þá þó svo að það hefði örugglega verið gaman. Hlustaði samt á Bubba í vinnunni í dag.

Þá las ég skemmtilegt blogg hjá Sigmari í Kastljósi. Það er um Dr. Gunna syndrómið og er mjög skemmtileg pæling, þó svo að þetta sé nú ekki heilagur sannleikur.
Þeir sem ég þekki og eru með syndrómið eru þeir Árni Magnússon og Ægir Eysteinsson.

2.6.06

24 - Day 5

Kláraði síðustu tvo þættina af 24 í gærkvöldi, úff hvað þetta var skemmtilegt sería. Held svei mér þá að þetta hafi verið sú besta.
Lítið sem ekkert af svona frekar pirrandi persónulegum vandamálum og alveg ótrúlega góð "twists" á söguþræðinum. Þá lýst mér einnig vel á næstu seríu. Bless í bili Jack, sjáumst í haust.
Fyrir áhugasama þá á ég fyrstu tvær seríurnar af 24 á DVD diskum.

Annars held ég að 24 sé það besta sem í boði er í sjónvarpinu í dag. Þá góða við 24 er að vandamálin leysast og maður fær alltaf að vita í lokin hver er vondi kallinn og svona. Lost getur verið nokkuð pirrandi ef þetta ætlar að teygjast eitthvað endalaust áfram og einnig Prison Break.

Ég myndi segja að topp 5 listinn væri svona:
24
Prison Break
Desperate Houswives
Lost
Boston Legal

Þá er bara löng helgi framundan og ekkert nema gott um það að segja.

1.6.06

Jæja

TLC 10 - 3 Gimsó og kallinn setti eitt mark, þó svo maður hafi þurft að dúsa í vinstri bakverði allan leikinn. Svona er maður nú góður í fótbolta.

Annars bara farinn heim í dag og vonandi ég nái að plata Önnu í að klára 24...uss hvað þetta er spennó.