19.6.06

fútball

Helgin var góð!
Fór í útskrift, spilaði fótbolta, horfði á fótbolta og slappaði af. Helsta afrek helgarinnar var að ég þreif bílinn sem hafði setið á hakanum ansi lengi.

Fyrir helgi fór ég og frúin í leikhús að sjá Viltu finna milljón. Alveg ágætis leikrit, smá pirrandi á köflum en einnig fyndið á köflum. Eggert Þorleifsson er algjör snillingur og var hann bestur svo lék Helga Braga leiðinlega ofleikna týpu.
Á maður að setja einkunn á þetta? Viltu finna milljón fær 6 Ö.

Allir aðal þættirnir eru að fara klárast og nú var það önnur sería af Lost. Til hvers er maður eiginlega að pína sig með að horfa á þessa þætti? Forvitnin ein saman lætur mann vilja fylgjast með þessu. Ef þú ert ekki byrjaður þá mæli ég með að þú sleppir því, kannski í góðu þegar serían er hætt og þá veistu ca. hvað mikla "vinnu" þú þarft að leggja í að horfa á þetta.

Engin ummæli: