Til hamingju með afmælið orvar.blogspot.com sem er í dag orðið 5 ára, alveg merkilegt er það ekki!
Þetta byrjaði í þessari merku færslu. Þó svo maður sé nú ekkert duglegasti bloggarinn þá er maður nú búinn að standa sig ágætlega. 446 færslur á 160 vikum, það gerir um 1,7 færslur á viku. Alveg ágætt, svo lofar maður að vera duglegur í haust þegar maður fer út.
Annars var ég reyndar byrjaður að blogga eitthvað áður en það var bara beint á einhverja vefsíðu sem ég var með í Háskólanum og hef ekki hugmynd um hvar það er núna, því miður!
En persónulega finnst mér alltaf skemmtilegt að kíkja reglulega aftur í tímann og skoða hvað ég var að skrifa um. Ég er samt ekki að segja að ykkur finnist það gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli