25.6.06

Hjúkkan

Það var mikið um að vera í gær. Í fyrsta lagi útskrifaðist Anna úr Háskóla Íslands sem Hjúkrunarfræðingur og fékk alveg mjög flotta meðal einkunn og er ég að sjálfsögðu voðalega stoltur af henni, enda búinn að bíða eftir þessu í 4 ár :)

Í öðru lagi útskrifaðist móðir mín hún Guðrún Jónsdóttir með MA-próf í íslenskum bókmenntum og þá var einnig Jón Haukur bróðir minn 35 ára. Ekki má svo gleyma Eddu frænku sem útskrifaðist úr mannfræði.

Þannig í gær var rosa flott útskrift í Hlíðarhjallanum og var margt um manninn og allir skemmtu sér mjög vel.

Annars fer ég að setja myndir úr afmælinu mínu og einnig úr útskriftinni bráðlega á netið.

Engin ummæli: