Ég held að það sé alveg hægt að uppljóstra því hérna á veraldarvefnum að nú er þyngdin í sögulegu hámarki hjá mér (eða var það um jólin).
Þannig að þeir sem hafa heyrt sögur um J-ö rassinn í mínu "stærsta" ástandi, sem var fyrir 4 árum síðan, geta núna séð þetta með eigin augum því nú er ég þyngri en þá. En spurning hvort að öll þessi hjólamennska láti mig núna fá bumbu í staðinn, ekki J-ö rass :).
Nú get ég ekki hætt að borða nammi eða hætta að drekka gos eins og ég gerði forðum daga þannig að nú ákvað ég að hætta í snakkinu og kannski minnka bjórinn. Helvíti slæmt það en eitthvað verður maður að gera.
Þá fór ég í minn fyrsta bolta hérna í Norge, þetta var opinn tími og ég skellti mér með Nonna. Þetta var bara helvíti gaman og flottur vinnubolta standar á þessu. Annars þarf maður að vera duglegur að fara í þennan bolta og kannski að fara lyfta og hlaupa, aldrei að vita. Maður er nefnilega kominn með kort í NTNUi og kostaði hálft ár heilar 300 kr norskar eða ca. 3300 kr.
Nóg í bili, Jack Bauer bíður...ha det
Engin ummæli:
Skrifa ummæli