Það er búið að snjóa mjög mikið hérna í Þrándheimi seinustu daga og er allt á kafi. Þegar við vorum að fara í barnasund í gær þá ætlaði ég ekki að finna bílinn útá stæði því það var snjór yfir 80% af bílnum. Ætli það hafi ekki verið svona 20 cm nýfallinn snjór ofan á bílnum, og það eftir einn dag.
Þá setti ég nýjar myndir inná flickr. Þetta eru myndir frá ferð til Frøyja sem ég fór í með einu faginu sem ég er í. En Frøyja er eyja á vesturströndinni í ca. 3 klst aksri frá Þrándheimi.
Hérna er linkur á þessar myndir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli