Mikilil fjör helgi að ljúka hérna í Moholti. Kári var veikur alla helgina með 38,5 stiga hita, voðalega lítill strákur sem þurfti að sinna mikið. Þannig að ekkert varð af skíðferðinni upp í Vassfjellet og í staðin var ekki farið út úr húsi.
Ég hélt nú að maður gæti nú ekki smitast af svona litlum manneskjum en ég virðist hafa náð mér í veikindin frá litla manninum. Ég er búin að snýta af mér nefinu og ekki fær maður svo neina aumkun frá hjúkkunni á heimilinu. Maður þarf að vera með 40°+ stiga hita og ælandi blóði til að ná athygli hennar. Ekki taka mark á henni í comment kerfinu.
Skiptum aðeins um gír. Á föstudaginn var horft á eina hræðilega, The New World með Colin Farrel, úff. Fyrstu klst er einhvers konar ljóðalestur yfir einhverjum leiðindum. Mæli eindregið ekki með þessari mynd, hún fær 3 stjörnur í mínum bókum (þeas af 10).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli