4.6.07

Ísland

Ég og Anna daginn sem ég kom heim, (31.05.2007)

Þá er maður kominn til landsins í góða veðrið, búið að vera rok og rigning frá því að ég steig fæti inná skerið á meðan það er sól og sumar í Norge. Er þetta ekki alltaf svona?

Búið að vera mikið að gera eftir að maður kom heim. Skoða fullt af húsum og íbúðum, fara í heimsóknir, spila einn fótboltaleik og fara upp í bústað og allt þetta á 4 dögum.

Loksins kominn "heim" til Kára (31.05.2997)

Kíktum til Í&A á föstudagskvöldið til að skoða Elmar Daða. Mér þykir alveg ótrúlegt að hann sé svipað stór og Kári var þegar hann kom heim um jólin, manni fannst Kári vera orðinn svo stór þá! Mjög gaman að fá pössun og geta kíkt í kvöld heimsókn án Kára, föttuðum að þetta var aðeins í annað skiptið sem við fengum kvöld pössun fyrir drenginn (ekki að Kári sé eitthvað leiðinlegur, bara gott að fá frí stundum).

Áttaði mig svo á því að maður þarf víst að vera í formi til að spila fótboltaleik og er af þeim sökum að farast úr harðsperrum þessa dagana. Svo var það matarboð hjá Styrmi og Ragnheiði á laugardaginn þar sem Kári sýndi listir sínar í því hvernig eigi að detta á hausinn, var mjög fær í því þetta kvöldið.

Á sunnudeginum var svo brunað upp í bústað í smá vinnuferð. Eitt af því sem ég hef saknað mest frá því að við fluttum til Noregs var að komast ekki upp í bústað. Frábært að komast þangað þó svo að það hafi nú ekki verið í meira en einn dag og í roki og rigningu.

Í dag tók svo alvaran við. Ég byrjaði aftur að vinna en var stuttan dag og tók svo við af Önnu sem var einnig að mæta í vinnuna í fyrsta skipti frá því að Kári fæddist. Fæðingarorlofinu er því formlega lokið.

Fyrir þá sem ekki vita þá gistum við í H23 þessa mánuði á meðan við erum heima og ég er með gamla símanúmerið mitt.

Nóg í bili.

Engin ummæli: