30.5.07

Íslandsför

Þá er maður búinn í prófum og á leiðinni til Íslands. Kláraði seinasta prófið á þriðjudag og gekk það bara ágætlega. Alltaf jafn furðuleg tilfining að vera búinn í prófum, það breytist ekki neitt.

Veðrið er búið að vera frábært seinustu daga og lítur út fyrir að vera það áfram út vikuna. Þannig að sumar er komið hérna í Þrándheimi, ekki seinna vænna. Búið að vera 20°C stiga hiti, sól og auðvitað logn eins og er nú yfirleitt hérna í Þrándheimi (þó svo að þeir sem koma frá öðrum stöðum í Noregi halda því fram að Þrándheimur sé rokrassgat, en það er önnur ella).

Frábært að vera búinn í prófum og fá svona gott veður þessa tvo daga sem maður er ekki fastur inni allan sólarhringinn. Frábært í dag að vera niður í bæ og skoða mannlífið og geta spókað sig um áhyggjulaus.

Er búinn að vera á fullu í kvöld að pakka og held að því verki sé að ljúka, á svo flug í fyrramálið frá Þrándheimi til Osló og svo flug frá Osló til Íslands um 14:30 á norskum tíma. Þannig að maður verður mættur í Hlíðarhjallan um 17-18 á morgun.

Sjáumst þá!

Engin ummæli: