16.6.08

Meistari

Kallinn með masters verkefnið sitt 16.06.2008

Þá hef ég formlega lokið minni skólagöngu við NTNU í Þrándheimi. Skilaði inn meistaraverkefninu mínu kl. ca. 14 í dag. Var eiginlega búinn með verkefnið á föstudaginn en tók laugardaginn í að lesa yfir og laga aðeins til. Sunnudagurinn var svo notaður í að gera allt klárt og senda í prentun. Sótti svo verkefnið áðan og fór með það rakleiðis inná skrifstofu til að skila. Svo þurfti maður að fá undirskriftir uppá hitt og þetta um að maður væri búinn að skila hinu og þessu til að vera formlega "útskrifaður".

Þannig að nú í sept (að ég held) fær maður plaggið sent heim og þá getur maður löglega kallað sig Verkfræðing.

En núna krefst ég þess að allir kalli mig "Meistari Örvar", "Meistari" eða bara "Meistarinn" ég mun ekki koma tilmeð að svara ef ég verð bara kallaður "Örvar".

Þá er bara að fara á fullt að pakka (sem er reyndar byrjað).

Engin ummæli: