9.6.08

Okur

Dr. Gunni er án efa einn mesti snillingur samtímans. Hef um nokkurt skeið verið að fylgjast með Okur síðunni hans og manni ofbýður alveg við að lesa þetta. Held það geri öllum gott að renna yfir þetta og sjá hvað sumar verslanir eru að nauðga neytendum. Ég ætla að minnsta kosti að leggja mig fram við að skoða verð í verslunum hér eftir.
Okur síða Dr. Gunna

Hérna er eitt gott dæmi:

#781 Í Vörðunni kostar eitt hjól undir Silver cross balmoral barnavagn 18.900 kr, en það minna 15.900. Vááááá þvílíkt okur... Ég þarf að setjast. Nagladekk undir 4x4 pickupinn minn kosta 14.700 kr. stykkið. Hvað er að? Fyrirgefið en vá!

Dr. Gunni fékk neytendeverðlaunin fyrir þessa síðu fyrr í ár.

Engin ummæli: